Ég er mikið jólabarn og hlakka alltaf svo til. Mér finnst líka svo gaman að föndra kortin, nostra við innpökkun, gera heimagerðar gjafir og skreyta og dunda mér framm að jólum 🙂
Hér er aldrei neitt stress, bara njóta og gera það sem manni langar til en ekki pressa um hvað „þarf“ að gera.
Hér eru fyrstu kort þessa árs, en ég rakst á video með svona „kassa“ korti og ákvað að prufa. Ég tók myndir af ferlinu sem er kannski ágætt fyrir þá sem eiga ekki fullt af skrapp græum. Ég nota td. mjög mikið bara hníf, skæri, blíanta og liti og nokkrar teg af lími. Svo á ég pappír héðan og þaðan og eitthvað fleira dúll sem ég nota stundum (blóm og borðar og slíkt), en ég á engar svona skurðarvélar eða bretti með mælingum og dóti, bara eina litla einfalda skurðarmottu (fékk hana ásamt hníf og skærum í söstrene grene fyrir einhverjum árum).
Ég byrjaði á að föndra mér tré í kortið/kortin. Hér er „harmonikku“ aðferð til þess að vera sneggri að gera mörg. Þá teikna ég upp eitt tré og brýt svo blaðið í harmoniku og klippi svo í gegnum nokkur lög og fæ fleiri í einu.
Ég vildi hafa einhverja áferð og þar sem ég á ekki stimplasett eða eitthvað til að fá áferð beint á pappírinn, þá notaði ég annan pappír og límdi tréin á þann pappír og klippti þau aftur út. (Þessi áferðarpappír er mjög þunnur og ekki gott að nota hann í svona „pop Up“.
Hér mældi ég út „kassann“ og strikaði laust með blíanti því ég á ekki apparat sem gerir „brotalínur“ eins og var notað í videoinu. Svo skar ég niður að miðju og flipinn á endanum er til að festa kassann saman.
Málin á blaðinu er 24*8cm. Hliðarnar eru svo 4cm og 7cm og flipinn á endanum 2cm.
Hér sést þegar búið er að brjóta kassann saman og svo þegar hliðarnar eru brotnar út, en innan á hliðunum er svo annar pappír sem settur er á flipana.
Ég gleymdi að taka mynd af fyrsta kassanum flötum með pappírnum svo hér er annar kassi. Þarna er meira skraut og passa þarf að það snúi rétt þegar maður brýtur flipana út, svo á myndina sést að þeir eru lagðir á hvolf. En pappírinn fer semsagt á flipana þar sem er búið að skera á milli niður að miðju.
Hér sést svo kassinn með hliðarnar sínar og innan í eru komnir flipar sem þurfa að passa á milli og eru brotnir á hliðunum svo hægt sé að líma þá innan á kassann. Utan um botninn setti ég svo borða.
Hér er svo fullbúinn kassi og tólin sem ég notaði. Sum staðar setti ég svona límsvampa eða hvað þetta kallast til að fá meiri vídd í þetta. (Stjörnunar eru að vísu gerðar með þar til gerðum gatara).
Ég gerði svo 3 kassa í viðbót
Snjókarlar (aðeins of grænt svona eftir á, ekki nógu sátt)
Jólarauður, ég setti rauða pappírinn líka utan um botninn.
Fyrst ég var byrjuð og komin á flug þá gerði ég tvö einföld líka, eitt með hólfi fyrir pening/gjafabréf.
Pappírinn sem ég held uppi var aðalalega til að fela draslið eftir föndrið 😛
Hér sést svo innan í kortið, hvítur miði til að skrifa á og svo er þetta hólf fyrir neðan. Borðinn fer á milli ljósgræna og munstraða pappírsinns þannig hann sést ekki á bakhliðinni. So er bara brotið upp á og hliðarnar festar niður með tvöföldu límbandi.
Þetta kort er bara svona einfalt, pappír ofan á pappír sem er brotinn til helminga eins og venjuleg kort.
Ps. Ég hef ekki verið að setja neitt inn í langan tíma, en skólinn hefur verið að taka allann minn tíma. Ég mun þó setja við tækifæri inn eitthvað af því sem ég hef verið að fást við í skólanum ásamt heimagerðum jólagjöfum 🙂