Ég fann þessa sniðugu hugmynd af kortum sem búin eru til úr pappa pokum. Það er svo sett swissmiss poki ofan í því hann passar akkúrat.
Ég átti til tréhringi sem ég málaði hvíta og límdi þá ofan á eins og snjókarl og notaði svo svarta límsteina fyrir augu og tölur. Ég á stimpla sem ég notaði, annars vegar „stjörnur“ framan á kortið og hins vegar orðastimpil inn í kortið „Wishing you a sweet season“, en mér fannst hann passa vel með kakóinu 😉
Ég ætla að gefa kennurunum mínum þessi kort þegar ég sæki einkunnir og dótið mitt því þær hafa allar verið svo æðislegar (og mér finnt svo gaman að föndra kort) 🙂
Ég gerði svo nokkur svona pokakort í viðbót í jólagjafir og ætla að láta eitthvað meira fylgja með. Þau voru með aðeins öðruvísi sniði.
Gleðilegan Desember :*