Þar sem mér fannst pappírspokakortin svo sæt ákvað ég að gera fleiri í jólagjafir. Það sem þarf eru pappírspokar (brotnir til helminga eins og kort, fann pokana í Söstrene), fallegur pappír inn í „kortið“ (A4), dúllur (þessar gullituðu fann ég í Mega store), brúna límmiða (Tiger) sem ég stimplaði á „Wishing you a sweet season“ (Stampinup.com), fallegur borði (Tiger) og Swiss miss.
Svo er bara að púsla þessu saman og setja swiss miss pokana inn í pokann. Ég setti tvo poka í hvern þannig einn er inn í frammhlutanum og hinn í bakhliðinni. Svo lokaði ég ortinu og batt það saman með borðanum.
Gleðilegan Desember :*