Desember. Jólakort

Endalaus kortagerð í gangi 😀

Ef þið hafið eitthvað verið að fylgjast með þá var ég búin að sýna myndir sem ég gerði í FabLab, þar sem laser prentari „rasteraði“ mynd af stráknum mínum á pappa og pappír. Ég kíkti svo í A4 og fann fallegan pappír, og gulldúllur í Mega store.

2015-12-03 14.37.35

Ég skar rauða pappírinn þannig hann kæmist ofan í umslögin sem ég gerði í Fab Lab. (Ég var búin að „rastera“ nöfnin framan á umslögin). Það sést kannski ekki nógu vel, en þessi rauði pappír er afskaplega fallegur og jólalegur, það er svona gullglimmer í honum svo hann glansar 🙂

Til að fá pappírinn í rétta stærð braut ég a4 blað langsum til helminga og skar það svo þvert í gegn í miðju. Þá var ég komin með tvö kort úr einu blaði.

2015-12-03 14.23.54

Ég raðaði þessu svo saman eins og mér fannst fallegast og ákvað að gera þau öll alveg eins því mér fannst þau koma svo vel út 🙂

2015-12-03 14.50.12

Ég átti til 3 myndir á blaði síðan ég gerði kortin sem ég sýndi um daginn (þá var myndin sett innan í kortin, og öll kortin voru misjöfn en í svipuðum stíl). Þessar á blaðinu eru stærri en þær sem ég „rasteraði“ á pappann svo þær komu öðruvísi út.

2015-12-03 15.10.58

Ég er að bíða eftir stimpilpúðum frá Stamp in up og á því eftir að stimpla jólakveðju inn í kortin. Ég stimplaði framan á eitt kort eins og sést en púðinn sem ég á er ekki nógu góður og kemur ekki nógu skýrt framm.

Gleðilegan Desember :*

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: