Kjóllinn Edie (eftir mig)

Ég hef verið heilluð af Edie Sedgwick lengi. Ég held ég hafi kynnst henni fyrst í Factory girl þar sem er farið gróflega yfir lífið hennar á tímabili þar sem hún var mest með Andy Warhol. Ég hef svo notað google og lesið flest sem ég hef komist yfir um hana og horft á nokkur video á youtube, þar er að finna stuttmyndir og viðtöl við hana sem Andy tók upp. Ég hef einnig séð eitthvað af myndunum sem hún lék í. Mjög áhugaverð og listræn persóna og ég tengi mikið við hana þar sem hún tók erfitt tímabil á tvítugsaldrinum sem því miður endaði með dauða hennar á meðan mitt tímabil varði mun skemur. Ég ætla þó ekki að rekja neina sögu hér heldur sýna kjólinn sem ég hannaði út frá innblæstri frá henni. Það styttist í Halloween og ég ætla að fara sem hún!

Ég lagði efnið fjórfalt saman með tveimur heilum brúnum fyrir  miðju kjólsinns (vona þetta skiljist). Ég var með hugmynd í kollinum, vildi hafa hálsmálið vítt og hátt, „boat neck“ og gera víðan bolakjól.

Ég hef áður saumað bolakjól með svipuðum hætti þar sem ermarnar eru ekki saumaðar á eftir á heldur klippir maður sniðið með ermunum út frá öxlinni. Þega ég hafði klippt skálínu niður frá ermaopi sá ég fyrir mér að hafa þetta beint niður restina. Það mindaðist smá stallur sem mér fannst tilvalið að henda inn vösum.

Mesta vesenið var í raun að hanna vasa og ákveða hvernig ég ætti að sauma hann við. Ég klippti svo úr fjóra vasabúta og saumaði einn á hvora hlið á bæði framm- og bakstykki. Þegar ég saumaði hliðarnar saman lét ég vasana  mætast og saumaði hringinn í kringum þá og þannig lokaði ég vösunum og hliðinni á kjólnum um leið.

img_4965

Auðvitað parar maður kjólinn svo við svartar sokkabuxur sem eru einkenni Edie, en hún sagði einu sinni frá því að hún hefði alltaf verið að dansa ballet í stúdíóinu hjá Andy og var því klædd sokkabuxum, það var svo bara leti í henni að nenna ekki í föt og ljósmynd náðist af henni bara í sokkabuxum, bol og kápu, og var talað um „new look“ og þetta varð einkennandi fyrir stíl hennar, hún tók því bara og byrjaði að klæðast sokkabuxum hversdagslega eins og þetta væru buxurnar hennar.

Þar sem Edie var með pixie cut hef ég ákveðið að kíkja í klippingu og ekki spá meira í hárinu á Halloween!

Kisses :*

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: