Þetta árið ákvað ég að kaupa ekkert aukalega fyrir kortagerðina heldur nota það sem ég átti til, sem var alveg ágætt magn af jólalegum pappír og svo á ég jólastimpla á ensku sem ég notaði líka. Ekkert kort er eins en þau eru nokkur í svipuðu þema.
Þessi þrú eru öll með pappír úr sömu pappírsblokkinni og stimpla. Hlýleg og falleg.
Næstu 3 eru í hvítu og rauðu þema.
Að lokum 3 í gullinu.
Ég ætla ekkert að hafa nein mörg orð um kortin en mér finnst alltaf gaman að föndra kort og geri það ár hvert, eina breytingin er ef við förum í jólamyndatöku þá föndra ég í kringum myndina. Einu sinni höfum við þó sent úr tilbúin jólakort með mynd því það var tilboð þegar við fórum í myndatökuna.
Kisses :*