Ég er að útskrifast af textílbraut FB nú í vor og er nú í áfanga sem kallast Lok. Þar eigum við að vinna að einhverju heilstæðu verkefni og nýta þekkingu okkar úr náminu. Við erum öll að vinna undir yfirskriftinni Svipmót sem er frekar vítt hugtak svo allir geti unnið að því sem þeim langar til. Ég er svo sjálf að vinna að línu í „Bohemian style“ og fyrsta skrefið var að gera Hugarkort.
Ég fékk innblástur á pinterest og í sníðablöðum og er búin að vera að byggja upp bókina mína með myndum og teikningum. Hér fyrir neðan má sjá „slideshow“ af skyssubókinni eins og staðan er í dag.
Ég er ennþá bara á byrjuninni á lokaverkefninu en næsta skref hjá mér er að vinna einhver snið og gera prufuflíkur á módelin mín.
Kisses :*