Ég elska að halda afmæli og velja þema og fara alla leið með það. Ég verð þrítug í sumar og var þess vegna mikil ástæða fyrir veisluhöld (að mínu mati, karlinn gerði stanslaust grín að mér). Ég valdi að hafa þemað „Breakfast at Tiffany’s“ og Audrey Hepburn lék þar stórt hlutverk. Litirnir voru því auðvitað svartur (little black dress), hvítur (perlur), blár (Tiffany’s) og silfur (til að geta notað glimmer og poppað þetta upp).
Ég föndraði „Velkomin“ skilti á hurðina svo ég þyrfti ekki að hlaupa niður og opna fyrir öllum (óléttan farin að segja til sín). Einnig átti ég kassa og poka frá Tiffany’s sem amma mín átti, (veit ekki hvað varð um skartið innan úr) og gerði kortakassa og skrifaði „quote“ úr myndinni við sem skraut sem mér fannst passa við. Ég föndraði einnig gestabókina og ákvað að nota instax myndavélina mína til þess að taka myndir af gestunum og setja í bókina, til þess að þær væru skemmtilegar setti ég upp vegg með skrauti fyrir bakgrunn. Svo skreytti ég aðeins með „pompoms“ sem ég keypti.
Ég pantaði veitingar frá 17 sortum í stíl við þemað og hafði svo ber, kex og osta, mjög einfalt fyrir óléttu konuna. Mamma og tengdó sáu svo um að bæta kökum og brauðtertum við svo það væri nóg að borða.
Til að kóróna innkomuna í forstofunni lét ég manninn minn henda upp snögum og speglum sem ég pantaði af mundumig.is og er nú forstofan loksinns alveg tilbúin eftir að við fluttum inn.
Dagurinn heppnaðist vel og allir fóru saddir og sælir. Ég fékk líka fallegar gjafir, mest iittala sem ég er að safna og var ég mjög ánægð. Ég læt fylgja eina afmælismynd með í lokinn og já ég föndraði kórónu því ég verð alltaf 5 ára prinsessa þegar ég á afmæli 🙂
Kisses :*