Fæðingarsaga tvíburanna

Það var hádegi 16.ágúst 2018, ég var búin að borða hádegismat og fór svo á salernið sem er ekki frásögufærandi og ég veit ekki hvort það tengist eitthvað, en mér fannst ég finna fyrir einhverjum smelli þegar ég var að rembast…

Klukkustund síðar var ég á leið í neglur en ákvað að henda í eina þvottavél áður og þegar ég reisi mig við finn ég vökva læðast niður lærin. Ég verð smá kvíðin en veit líka að það getur seitlað aðeins úr belgnum svo ég skipti bara um buxur og set dömubindi í. Hringi svo smá stressuð í Davíð og hann segir mér að heyra í ljósunni minni sem ég geri. Á meðan ég er að tala við móttökudömuna rennur meira og ég sit í polli svo hún gefur mér beint samband við ljósuna mína sem segir mér að hringja á sjúkrabíl og hún ætli að láta vita af mér niður á deild. Ég fer þá og sæki töskurnar sem voru tilbúnar og geng niður og út á móti sjúkrabílnum, en mennirnir sem komu voru mjög hissa að ég kæmi bara röltandi þarna til þeirra.

Davíð er mættur úr vinnunni upp á deild og bíður eftir mér, við förum með ljósmóður inn á herbergi og komum okkur fyrir. Þegar ég á að færa mig yfir af sjúkrabörunum í spítalarúmið þá er spurt hvort ég vilji mjaka mér að stíga yfir, ljósan talar um að ég ætti að mjaka mér fyrst vatnið sé farið, en þar sem ég gekk á móti bílnum mátti ég bara stíga á milli, þau hlæja eitthvað aðeins af því. Vatnið heldur svo áfram að leka á meðan ljósan er að undirbúa mig, taka blóðprufu og gefa mér stera til að hjálpa börnunum því ég var bara gengin 33 vikur (slétt).

Á meðan ljósan fer með blóðprufuna byrja rosalegir samdrættir, en ég var bara búin að vera með smá seiðing í baki og létta túrverki fram að þessu. Samdrættirnir halda áfram kröftuglega með stuttu millibili svo við köllum ljósuna inn sem er mjög hissa því þetta var svo fljótt að verða eitthvað meira. Ég nota glaðloftið og held í Davíð til að hjálpa mér. Ljósan tekur stöðuna og ég er bara búin með útvíkkun og planið um að halda mér amk tvo daga inni á meðan sterarnir færu að virka voru út úr myndinni, þessi fæðing yrði ekki stöðvuð héðan af.

Þar sem verkirnir eru miklir og ég kreppist bara upp á móti bið ég um deyfingu sem þau eru mjög fljót að græja. Eftir það næ ég stjórna mér betur og anda með samdráttunum. Ég er mjög meðvituð um tilfinningarnar niðri og finn svona hvernig eitthvað er að mjakast alltaf með samdráttunum, sem er drengurinn að koma sér neðar. Stelpan er svamladi fyrir ofan og hefur það bara voða fínt á meðan. Það eru svo vaktaskipti á spítalanum og við fáum nýtt teimi þarna þegar rólegi parturinn er og beðið er eftir að kollurinn komi neðar. 

Það tekur nokkra tíma að leyfa stráknum að mjaka sér neðar og inn á milli finn ég smá rembingsþörf og hjálpa honum örlítið. Það fer svo að hægjast á hríðunum en eftir að ljósan kíkir aðeins hvert kollurinn er kominn þá byrjar þær aftur, eins og hann þyrfti bara smá hvatningu. Nú fer allt að fara á flug og ég er byrjuð að rembast með, fleira fólk kemur inn í herbergið þar sem von er á tvíburum. Þegar höfuðið er komið mjög neðarlega finn ég rosalega til og næ ekki að slaka á móti á milli hríða, þær hvetja mig áfram og leifa mér að finna kollinn sem er mjúkur og slímugur. Klappstýruliðið heldur svo áfram og hjálpar mér með tilsögn um hvernig ég eigi að rembast og halda rembingnum með því að telja upp á amk 10. Ég finn svo loks höfuðið koma út og það tekur svo tvo rembinga í viðbót að fá drenginn, eins og þrjú “plúbbs”. Hann lætur heyra í sér á dálítinn tíma og á meðan eru hjúkkur og fæðingalæknir að skoða hvernig stelpan liggur, en hún er sitjandi en á ská svo það tekur við smá aðgerð að snúa henni með því að íta á magann fram og til baka. Loks gefur hún undan og réttir sig af með rassinn niður. Þá er beðið eftir því að hún komi neðar sem tekur smá tíma og læknirinn er á meðan að reyna sprengja belginn til að fá allt af stað. Þegar belgurinn springur er eins og allt fari á siglingu og það tekur nokkra harða rembinga að koma henni alla leið. Það var samt ekki jafn vont og með strákinn því hún hangir ekkert í opinu heldur mætir út með rembingunum og tekur styttri tíma að fæða hana. Hún kom þó samt klukkutíma á eftir honum þar sem hún var í einhverjum prinsessuleik þarna í byrjun. Smá grátur í henni sem hættir eiginlega strax og Davíð fær að klippa hjá henni naflastrenginn.

Davíð fylgir þeim yfir á vöku á meðan ég klára að fæða fylgjurnar sem eru eitthvað fastar til að byrja með en losna svo frá og ég næ þeim í einum rembing. Fylgjurnar eru eins og ein stór fylgja með tvöföldum poka en belgjaskylin sjást greinilega þegar ljósan lyftir þeim upp. Ég er enn í smá eftiliti og það blæðir mikið úr leginu svo ég fæ dripp til að stöðva blæðinguna og þarf að vera aðeins lengur inná herberginu. Ég fæ aðeins að borða og hef það bara rólegt þar til blóðið hefur minnkað og fæ svo að rúlla í hjólastól yfir á vöku að skoða litlu krílin mín. Við Davíð fáum sitthvort barnið í fangið og sitjum með þau til miðnættis en þurfum svo að fara niður á herbergi og hvíla okkur.

Drengur fæddur kl:18:37 og Stúlka kl:19:23. Drengurinn var 2590g og Stúlkan 2520g eða bæði um 10 merkur. Þau voru lengdarmæld daginn eftir og voru bæði um 46 cm.

Eftir fyrstu nóttina í hitakassa voru þau bara nokkuð spræk og fengu að fara yfir í “Vaxtarækt” sem er næsta skref inni á vöku, úr hitakössunum.

Ég sjálf er nokkuð spræk, frekar þreytt og stend ekki lengi í einu en útskrifast á degi tvö og fæ heimaþjónustu sem ætlar að fara vel yfir það með mér hvernig ég mjólka mig og örva framleiðsluna. Tvíburarnir verða líklegast inni á vöku í 2 vikur.

836B660D-1210-4EDD-9D80-3316BEFA9649EF847384-6B37-41FD-94D3-682487D1C18D9200F73D-7D06-4C43-9666-84082B997650

mXSQxQO0T9mN4KrvhaRcQA
Stóri bróðir stoltur með litlu systir
XQgaDC3FT8C5KMmm1Gg6Iw
Stúlka
Kei1lQeqTgGavdeyzlgQ3g
Drengur

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: