Minecraft afmæli

Eldri strákurinn minn varð 7 ára 8.október og auðvitað var haldin veisla. Að þessu sinni valdi hann Minecraft þema, en hann spilar þennan leik mjög mikið. Ég hafði ekki jafn mikinn tíma fyrir afmælið eins og venjulega því ég er í förðunarnámi á kvöldin og var svo að byrja aftur að vinna eftir fæðingarorlofið. Strákurinn minn sá því að mestu um skreytingarnar sjálfur með smá aðstoð og ég bakaði ALLT á laugardeginum en afmælið var svo á sunnudegi.

 

Ég gerði græna maregnstertu eins og 7 í laginu með kókosbollurjóma á milli. Fólki fannst hún eitthvað skrítin svona græn og var smá hrætt við að smakka en fannst hún svo góð þegar það þorði 😛

 

Ég bjó svo til 3 tegundir af rice krispies til þess að strákurinn minn gæti byggt Minecraft veröld. Hann notaði svo legó með og einnig gerði ég vatn og eldfjall úr jelló.

 

Allar gosflöskur fengu nýjar merkingar frá syninum, og við gerðum Creeper hausa til þess að hengja upp í loft og „Nether portal“ sem gestir þurftu að ganga í gegnum þegar þeir komu.

 

Afmæliskakan var minecraft kubbur og aukalega var ein lítil myntu Creeper kaka. Afmæliskertin voru aðeins öðruvísi þar sem við bjuggum til TNT sprengjur úr rauðum lakkrís og svörtu kerti.

 

Afmælisbarnið var alla vega sáttur og allir saddir (vantar inn á mynd brauðrétt og smá auka veitingar sem komu með ömmu hans).

Kisses :*

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: