Bráðum koma blessuð jólin…

Nú eru jólin alveg að bresta á og margt sem þarf að vera klárt, eða við viljum hafa klárt. Það er auðvitað misjafnt hjá hverjum og einum en við þurfum ekki að fara inn í þennan töfrandi tíma jólanna með stressi og risavöxnum „to do“ lista. Ég byrja til dæmis alltaf snemma að pæla í jólagjöfunum og klára þær yfirleitt í nóvember til byrjun desember. Svo finnst mér svo gaman að pakka inn og gera kort að ég get ekki beðið með það og byrja um leið og ég hef einhverjar gjafir í höndunum til þess að pakka inn.

Þetta ár var engin undantekning og voru þær flestar tilbúnar í byrjun desember. Ég reyni að vera nýtin þegar kemur að innpökkunarefni og kaupi ekki nýjan pappír nema ég sé alveg búin með allt. Ég átti til einhvern pappír, alls konar pappírsskraut úr kortagerðarskúffunni minni og einhver bönd og box. Ég keypti greni í aðventuskraut og notaði af því í skraut og einnig keypti ég nokkur dýr til þess að hengja utan á pakkana. Merkimiðana föndraði ég úr pappír sem ég átti til.

Jólapakkarnir í ár:

Það er líka gaman að fá að skreyta sjálfan sig svolítið í desember og er þar oft glimmer og rauður í aðalhlutverkum. Ég hef verið eitthvað inn á  (makeup) instagram, ekki eins mikið og ég hefði viljað en hér er ein förðun sem ég gerði;

7B54ABE4-973B-4CC4-B7C4-003B09CC3615

Það sem er einnig svo skemmtilegt eru jólafötin eða jólapeysur sem er orðin hefð að fara í að minnsta kosti einn dag í vinnu, skóla eða annað. Börnin voru því öll dressuð krúttlega í tilefni þess og tvíburarnir áttu eiginlega bara heima í litlu jólaveröldinni í Blómaval svo sæt voru þau!

Maður vill oft gleyma sér í öllu nammiátinu, smákökur og ís og ég veit ekki hvað og hvað… en ég reyndi heiðarlega tilraun og gerði mér búst í hátíðarbúning til þess að reyna að vega eitthvað upp á móti 😛

B3E7A1CE-ACDF-448C-8D44-3DD9EDC47CED

Annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili en þið heyrið kannski eitthvað frá mér á milli jóla og nýárs. Ég er frekar virk á (persónulega) instagram.

Gleðileg jól

 

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: