Gleðilegt nýtt ár

Mig langar að byrja á að þakka fyrir samfylgdina á liðnu ári og vona að ég nái í fleiri fylgendur á því næsta. Ég hef verið að taka bloggið í gegn að undanförnu, breyta um útlit, logo og gera það stílhreinna. Einnig eyddi ég mörgum gömlum færslum sem mér fannst ekki passa lengur með nýrri stefnu bloggsins. Planið er að halda áfram að nota bloggið fyrir útrás á sköpunargleði minni og deila með ykkur verkefnum og hugmyndum, ásamt því að gerast svona persónuleg inn á milli. Ég er enn að koma mér af stað eftir að hafa eignast tvíburana, en það gjörbreytti svo mörgu og tók mun meiri toll af mér heldur en mig grunaði að það hefði gert. Ég mun ræða það allt betur seinna á komandi ári.

Mig langar að hafa smá jólarest með í áramótafærslunni og deila með ykkur jólamatnum í myndum, en ég pantaði matinn frá Eldum rétt sem sendir manni öll helstu hráefni og risa leiðbeiningabækling! (Ég bætti aðeins á meðlætið og gerði forrétt sem var ekki innifalið í pakkanum).

474D526D-B6A2-4297-BB7E-5BC3A8C020FE_1_201_a
Hátíðarborðið
65D3B0A6-54AD-4A76-867F-0F93906240F3_1_201_a
Rækjukokteill í forrétt
5EEACB01-425A-491D-9D48-E0055C2CDD98_1_201_a
Wellington (frá grunni krakkar mínir!)
521418BA-F41F-4C97-BD47-42397E78612E_1_201_a
Eftirréttir; Piparköku Triffle (Hrefnu Sætran), Súkkulaðibúðingur (Evu Laufey) og Jarðarberjaréttur frá tengdó

Það var svo annað veisluborð um áramótin, en við höfðum kalkúnaskip því mér finnst bringurnar bestar, nenni ekki að hafa fyrir því að elda heilann kalkún og finnst kallt daginn eftir fuglakjöt ekki gott, plús það að bringurnar eru alveg nógu mikill matur 🙂 Ég gleymdi þó að taka mynd af matnum, þvílíkt hneiksli sem það er, en ég mundi þó eftir að taka mynd af eftirréttunum… fjúkk. Hér má sjá áramótaborðið;

1B6F7554-D3C9-4655-BDF5-DBF9D84F684D_1_201_a
Ostakökudesertinn svipaður og um jólin og Ananas frómas
08CC4BA1-8FE0-48E3-864E-A67E655069A3_1_201_a
Aðeins búið að létta á jólaskrautinu
C1A9A4E3-C6CD-45DB-920D-E8F5A3902214_1_201_a
Vel skreytt áramótaborð
3B5D4173-9D18-4DDC-9B17-4F704E90891F_1_201_a
Gull silfur og glimmer
F990D9AA-6729-4453-930A-307E46CC2828_1_201_a
Greinarnar fengu að njóta sín með
ECDB3338-A3CC-40CE-ADFA-61CFAAE5FC50_1_201_a
Smá jólaskraut fékk að koma niður á borð
8D79A076-3B56-4410-B3C1-FC3B7EED939B_1_201_a
Eftirréttirnir slóu vel í gegn

Gleðilegt nýtt ár og megi 2020 koma með ný markmið, góðar hugmyndir og jákvætt hugarfar til þess að takast á við nýjar áskoranir, en hér eru mín áramótaheit ásamt nokkrum áramótamyndum;

Kisses :*

 

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

One thought on “Gleðilegt nýtt ár

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: