Litið til baka yfir árið

Þegar ég hugsaði til baka um 2019 fannst mér eins og það hefði ekki margt gerst. Hálfgerð þoka yfir öllu og árið leið svo hratt. En svo fór ég yfir myndirnar og sá litlu tvíburana mína, voru þau svona lítil á þessu ári? Þá mundi ég að árið var mun lengra en bara síðustu mánuðir fyrir jól. Við förum stundum of hratt í gegnum lífið og gleymum að staldra við og sjá hvað við erum að gera.

Þau stækkuðu og þroskuðust svo mikið á árinu;

964EAB26-5EAA-4446-A2B6-8BE856738B55

Ég á líka einn eldri demant sem hefur staðið sig svo vel í hlutverki stóra bróður. Oft með meiri áhyggjur af börnunum heldur en við foreldrarnir. Hann hefur líka þroskast heilmikið og mér finnst ég stundum vera komin með ungling á heimilið.

Nokkur orð um frumburðinn minn;

7588D42F-3925-4907-9B1F-98DFE384D538

Foreldrahlutverkið er oft krefjandi og við vorum á köflum alveg að missa vitið. Þetta er starf þar sem þú færð aldrei frí og kröfurnar eru endalausar. Við gerðum okkar besta og eigum yfirleitt brosandi börn þó svo við þurfum stundum að öskra í koddann og halda áfram. Það sem við þurfum að bæta er að hlúa að hvort öðru og vera í sama liði, peppa hvort annað upp í stað þess að láta pirringinn bitna á hvort öðru. Við höfum staðið saman í gegnum margt, horft á hvort annað í lægð og þunglyndi en einnig fagnað saman og orðið stolt af hvort öðru.

Við erum saman í þessu og létum loks verða að því að innsigla það loforð og giftum okkur 31.10.19 á 10 ára afmælinu. Ákvörðunin um að við værum jú bara saman kom um nóttina eftir Halloween party 2009 þegar vinkonurnar voru búnar að vera að spyrja mig endalaust hver staðan á milli okkar væri…

Árið 2019 einkenndist af;

AD603028-E782-4502-86A0-41EDBB526590

Kisses :*

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

One thought on “Litið til baka yfir árið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: