Tengdamamma varð fimmtug og af því tilefni buðum við henni í köku. Ég þarf alltaf að hafa eitthvað þema og spurði manninn minn hvað hún hefði áhuga á; „Murder mistery“ var svarið. Svo kellan skellti sér á pinterest. Ég var fljótt komin út fyrir öll takmörk og farin að spá hvort við gætum púllað það að halda óvænt „murder mistery“ party, þar sem einn er morðinginn. En það þarf góðan tíma til að undirbúa svoleiðis leiki og smáatriði eru lykilatriði í þannig gjörning. Þannig ég gerði bara smá glæpavettvang á eldhúsbekknum:
Við lékum okkur svo bara við það að koma með hugmyndir um atburðarás og hvað hafi orðið af morðingjanum… svo borðuðum við öll sönnunargögn!
ps. ef þú kíkir á „Efnisorðin“ hér til hliðar getur þú klikkað á „Afmæli“ og séð fleiri þema-veislur sem ég hef verið með.