Góðir hlutir gerast hægt. Það er setning sem maður fær oft að heyra. Ég ætla að reyna að koma þessari möntru inn hjá mér þetta ár. Ég hef alltaf verið frekar fljótfær og viljað komast á leiðarenda um leið og ég hef séð markið. En flestir hlutir taka tíma.

Við hjónin ákváðum að kaupa ekkert inn á heimilið né fatnað, eiginlega bara allt svona óþarfa sem maður heldur að manni vanti en þarf í raun ekki, út árið 2020. Þessi hugmynd hentar einkar vel núna þar sem við erum með tvíbura á þeim aldri þegar húsið er þeirra leiksvæði, klifurvöllur og könnunarleiðangur. Það fær ekkert að vera í friði og það er klifrað upp á allt! Þau hafa nú þegar látið sjá á sjónvarpsskenknum okkar og við erum ekki með sófaborð við sófann því það var alltaf komið eitthvert allt annað, þau eru miklir endurraðarar… Ég ákvað því að láta allar framkvæmdir og húsgagnakaup eiga sig næstu árin og safna frekar upp í þessar draumaframkvæmdir á meðan við eigum villidýr í staðin fyrir börn.

2D97317A-5131-4EA8-B051-1E344438A3C278500798-374D-4DD9-9413-831CCF8398C2F6679B5F-1796-4191-A0F5-6E455F6F860B6514E041-2470-4E55-BE65-5806DE6246CD

Eina svæðið sem ég er ánægð með, og tek þar af leiðandi myndir af er endaveggurinn í borðstofunni (sem er opin inn í stofu) því þar er hár læstur skenkur sem þau ná ekki upp á nema að klifra upp á stól. Sem minnir mig á, við stöflum öllum stólum upp svo þau klifri ekki upp á neitt hátt. Ég man ekki eftir að hafa þurft að gera svona margar ráðstafanir með eldri drenginn, hann lét meira að segja eldhússkápana vera, núna erum við með hlið inn í eldhús. Jújú það er hægt að hlægja að þessu og ég skrifa þetta ekki með bitrum tón heldur smá glotti og sterkum kaffibolla.

Þau eru nú samt óttarleg krútt þó svo aðaliðjan þeirra sé að tæta upp úr öllum skúffum og skápum 🙂

30E08004-1DD9-4A4C-B1C3-1051AD201B79D11461F0-0CA6-4D31-A83D-F920F2A5AD3FC2841C2D-C36D-4E59-85FA-8CC49CA40B9E

Kisses :*

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: