Coronavirus… I know

Landsmenn eru hvattir til þess að skrifa um líðan sína og skrásetja þessa sögulegu tíma. Ég ætla þess vegna að nýta bloggið til þess að tjá mig aðeins og pæla í því hvaða áhrif þetta hefur á mig og mína fjölskyldu.

Mér finnst þetta samkomubann sem nú ríkir smá undirbúningur fyrir sumarfríið. Margir kvíða sumrinu vegna þess að skólar loka og við þurfum allt í einu að vera öll heima öllum stundum og passa upp á geðheilsuna. Hljómar svolítið eins og enginn nenni börnunum sínum, en það er alls ekki málið. Mér finnst börnin mín gefa lífinu lit, setja á mig áskoranir og gefa manni tilgang. En þegar mánuðirnir eru alltaf ákveðin rútína og dagsskrá þá getur maður verið fljótur að missa tökin þegar öll dagsskrá dettur niður og tíminn virðist endalaus.

Þetta verður eins og endalaus helgi, hljómar ekki svo illa, hver vill ekki helgarfrí, hvíld og skemmtun? En við erum flest fegin því þegar rútínan tekur svo aftur við. Hvíldin var nefninlega af skornum skammti því í hvert sinn sem það átti að vera „Netflix and chill“ var eitt barnið mætt stökkvandi ofan á mann. Hugsunin um að fá að sofa út á sunnudegi breyttist í fjörugann morgunn þar sem allir voru dregnir frammúr áður en sólin lét sjá sig. Skemmtunin með fjölskyldunni varð að líkamsrækt þar sem foreldrar voru búnir á því bara eftir að hafa komið liðinu út í bíl. Eða cozykvöld sem endaði á að horfa eina ferðina enn á Skoppu og Skrítlu. Húsið fer svo auðvitað allt á hvolf því það er enginn orka eftir til þess að ganga frá eftir þessa gemlinga. Við kaupum okkur frið með því að leyfa þeim að „dunda sér“ (lesist: rústa húsinu).

Þetta er allavega mín upplifun með tvíbura undir tveggja ára og einn 7 ára kóng sem elskar þjónustu og hatar útiveru.

077BF4C0-D213-402B-B4C8-4F18FE32913E

En hvað er þá planið í samkomubanninu. Þessi 7 ára elskar það, þarf ekki að mæta nema tvo tíma í skólann og þarf ekki að fara á neina leiðinlega staði með fjölskyldunni, helst bara vera inni. En hann er eins og flest börn, með mikla orku og fer fljótt að leiðast og þá breytist aðgerðarleysið í athyglisáskoranir á foreldrana. Til þess að halda honum við efnið og láta tímann líða gerði ég stundatöflu fyrir hann. Þar er nóg af „Frjálsum tíma“ svo ég þurfi ekki að hugsa niður í hverja mínútu hvað skal gera, en einnig eru verkefni, hreyfing og heimanám.

Tvíburarnir eru auðvitað of ung til þess að hafa svona dagsskrá en þá verðum við foreldrarnir að passa upp á að halda einhverri rútínu í kringum þau. Þess vegna er helgin á stundatöflunni miðuð aðeins í kringum þau með hvíld og útiveru. Þau geta ennþá farið til dagmömmu en við erum samt búin að vera með þau mikið heima því við þurfum að fara varlega ef einhver er veikur. Það eru líka mun fleiri veikindafrí þar sem dagmömmurnar eru tvær og börnin eru tvö… Fyrst eru 2 dagar dagmamma veik, svo byrjar eitt barnið og síðan tekur hitt við og veikindin hafa allt í einu varað í tvær vikur! Jú það magnast allt upp með tvö lítil kríli, en þau geta samt verið svo sæt! SJÁÐU HVAÐ ÞAU ERU SÆT!! (segi ég þegar ég þarf að minna mig á að þetta eru ekki lítil hryðjuverk)

family

Við þurfum að vera dugleg að sinna hvort öðru, halda í einhverja rútínu, hreyfa okkur og mögulega sinna einhverjum verkefnum heima fyrir sem hafa setið á hakanum (ef við erum föst heima og höfum tíma). Ég hef verið atvinnulaus núna í ágætan tíma og var farin að líða pínu illa yfir því. Ég þurfti að minna mig á að þetta væri ekki persónulegt, þeir sem fara yfir umsóknirnar þekkja mig ekki og að þetta væri tímabundið ástand. Ég var farin að gera minna og minna og horfa meira og meira sem er alls ekki góður vani. Ég hef verið að taka hugann í gegn, endurskoða hugsanir mínar, rökræða við sjálfa mig og reyna að vera minn besti vinur og hvetja sjálfa mig! Ég mæli með að fleiri geri það í þessu ástandi sem ríkir nú.

Einnig er gott að minna sig á hvað við erum þakklát fyrir. Það er oft erfitt að finna það jákvæða þegar maður er eitthvað niðri fyrir, en reynum! Þó svo það sé ekki nema bara eitt á dag til að byrja með! Ég ætla að skrifa 3 hluti sem ég er þakklát fyrir í samkomubanninu:

  • Atvinnuleysið, því ég get verið til staðar fyrir börnin mín á þessum tímum
  • Skipulagsfærni mína og áráttuna fyrir því að setja upp plön
  • Fjölskyldan okkar er heilbrigð og því þarf ég ekki að hafa áhyggjur af veirunni

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: