Breytingar á barnaherbergi

Vegna  veikinda er ég búin að vera með tvíburana heima í um tvær vikur. Heimilið hefur verið leikvöllur og mikil þreyta í fólki og lítil framkvæmdagleði. Ég er þó búin að vera að mála aðeins og föndra páskaskraut með eldra barninu. Þau fóru svo loks til dagmömmu og ég fékk svona „ég ætla að sigra heiminn“ tilfinningu! Það var búið að vera lengi á listanum að taka til í herberginu hans Leós sem er byrjun á tiltekt efri hæðar.

Svona leit ruslageymsla sonarins út:

Hann var með skrifborð sem hann notaði aldrei og safnaði bara drasli. Einnig var gamalt rúm á engum fótum, en dýnan var alltaf að flýja ofan af botninum. Svo veit ég ekki hvaðan allt þetta rusl kom, en sáralítill partur af þessu fannst mér vera dót sem varið var í. Ég byrjaði á að setja Legóið til hliðar, eina nothæfa dótið. Fann svo flesta ofurhetjukallana hans og raðaði þeim upp í hillu. Sorteraði svo upp úr boxum og pokum og henti svona einum svörtum ruslapoka af drasli!

 

B6836981-1322-488F-BAC8-9387F8F14827
Svefnsófi sem við áttum, nýtur sín mun betur en rúmið.
C709F41A-6CA2-40CD-BF3F-1BB831981043
Legó hornið. Hillan er ætluð fyrir tilbúna hluti.
65BAC9AB-2F3B-48C7-B727-3EC938353441
Búningar fengu að fara upp á slá (aukahlutir í box)
76161476-1CB8-432B-981F-F693BAE6D625
Restin af nothæfa dótinu og föndur fengu box og hillupláss.

 

Herbergið virðist mun stærra og það fer mjög vel um minn mann. Hann er hæstánægður með afraksturinn. Ég ætla að ljúka þessari færslu með mynd af páskaskrautinu sem er komið upp:

80347100-0835-4CE9-AEF7-EDD88FF46810

Kisses :*

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: