Páskar komnir í hús

Mér og stráknum mínum finnst mjög gaman að föndra. Við erum búin að gera smá páskaföndur og eigum vonandi eftir að gera meira. Ég elska að skoða Pinterest fyrir hugmyndir og tók saman nokkrar þaðan (þar á meðal skrautið sem við erum búin að gera). Þetta er allt saman eitthvað einfalt og aðalega úr pappír eða hlutum sem má endurnýta. Mér finnst hugmyndin með dósirnar og páskaliljurnar einstaklega sæt og langar að gera svipað.

12

Við sonurinn höfum verið mikið heima undanfarið, hann mætir tvo tíma á dag í skólann svo það er nægur tími fyrir okkur að bralla eitthvað saman. Ég elska kökur og fann kjörið tækifæri til þess að baka eina, en ég kallaði það að vera í Heimilisfræði (maðurinn minn er ekki mjög hrifinn af því hvað ég baka mikið svo ég varð að koma með afsökun, svínvirkaði!) Ég baka alveg stundum eftir uppskrift en mér finnst líka þægilegt að notast við hana Betty mína, ég nota súkkulaði „mixið“ td. alltaf fyrir barnaafmælin svo ég sé pottþétt á að ekkert klúðrist og minnkar líka tímann og stressið. En nó um Betty… sonurinn fékk auðvitað að setja hráefnin saman og hræra, með tilheyrandi eggjabroti á borðið og svona. En ég gerði kremið, og kremið kaupi ég ekki úr dós, ónei!

3

Ég er ekki mikið að mæla og kannski þess vegna sem bakstur hepnast betur með pakkakökum, ég er svolítið svona „dass“ af þessu og „sletta“ af hinu. Krem má alveg gera þannig! Maður passar sig bara að smakka til (og fær að borða mikið krem á meðan mmm). Ég skreytti svo kökuna með alls konar páskasúkkulaði. Sonurinn var horfinn úr eldhúsinu þegar kom að samsetningu og skreytingu svo ég fékk að gera það sem mér þykir skemmtilegast 😛

4

Páskarnir hafa komið sér vel fyrir í enda stofunnar (líkt og jólaskrautið gerði) svo að litlir puttar rífi ekki allt niður. Hvað ég hlakka til þegar þau hætta á jarðýtutímabilinu (já það er tímabil… svona ekkert fær að vera í friði, ATH vinnusvæði í stofunni, allt skal fara!). En við Davíð tókum ákvörðun í byrjun árs að hætta að kaupa hluti inn á heimilið, svona minimalisk sparnaðaráætlun, sem er mjög gott að taka þegar maður á börn á þessum rústaldri. (Það er líka mjög góð hugmynd þegar annað okkar er atvinnulaust og veit ekkert hvað það ætlar að gera í lífinu…)

Kisses :*

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

One thought on “Páskar komnir í hús

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: