Eftir að ég tæmdi nánast stofuna á efri hæðinni í herbergisbreytingu hjá syninum ákvað að ég að teigja úr mér og færa fönduraðstöðuna mína fram, en ég var með allt í mjög mjóu herbergi undir súð svo ég gat varla skipt um skoðun þarna inni. Eftir þessa breytingu þurfti ég að prufa aðstöðuna og hef verið dugleg að gera litlar myndir. Ég startaði líka sköpunargleðinni með því að taka þátt í #litasamkoma á instagram sem Rakel Tomas listakona startaði í samkomubanninu. Þetta var gott spark í rassinn til þess að taka upp litina og byrja að gera eitthvað. Fyrstu vikuna fengum við orð til að vinna með og túlka;
Ég tók ekki þátt í viku tvö sem var tónlistarþema, ég var ekki alveg upplögð þá vikuna en ég tók svo aftur þátt í þriðju og síðustu vikunni þar sem tilfinningar voru þemað. Út frá þeim spratt smá myndasaga (eftir á) hjá mér og dýpri túlkun í myndirnar. Það mætti svo ein frekar óhefluð og kannski smá klúrin og með henni fylgdi ljóð. Eftir þetta kveikti myndin af „Hamingju“ í þörf fyrir að halda áfram með þá mynd í annað verkefni sem ég kalla „Joker series“.


Ég er ekki endilega búin með „Joker series“ en mér fannst mjög losandi að teikna þessar myndir. Ég prufaði líka að nota vatnsliti en fannst skemmtilegra að nota klessulitina „oil pastels“. Maður nær miklu meiri tilfinningu inn í myndina með þeim og þær verða svona „brjálaðari“ og lýsandi fyrir geðveikina í Joker. Mér fannst ég svo ekki geta sleppt því að gera Harley líka og kannski koma fleiri af henni.
Í allri þessari heimaveru hef ég líka breyst í húsmóður sem byrjar að undirbúa kvöldmatinn yfir daginn… En ég fylgi líka matarbloggurum eins og Evu Laufey, Paz og Lindu Ben og fæ þar oft hugmyndir og innblástur.


Salatið sem ég hafði með Lasagne var gert úr afgangs hráefnum og var mjög gott;
- Spínat
- Basil lauf
- Kyrsuberjatómatar
- Bláber
- Ferskur Mozzarella
- Fetaostur (kubbur, ekki í olíu)
- Dressing; Sweet chilli sósa, olive olía og smá Dijon sinnep
Ég gerði mjög lítið af dressingunni og hún gaf bara svona örlítið extra bragð.
Kisses :*
One thought on “Listamaðurinn vaknar”