Við höfum flest verið að taka okkur á í einhverju sem hefur setið á hakanum. Samkomubannið og veirufaraldurinn hafa séð til þess að við þurfum að hlúa betur að okkur sjálfum og þeim sem standa okkur næst. Það er eiginlega búin að vera hálfgerð pressa á fólk að sinna einhverjum verkefnum sem það á ólokið. Stundum sé ég fyrir mér hvernig áramótaskaupið gæti litið út… Einhver rosalega stressaður á harðahlaupum (heima hjá sér) með risastórann „To do“ lista. Laga húsið, stunda heimarækt, slaka á í yoga, hugleiða, skrifa bók, sinna börnunum extra vel, vera kennari, prófa að elda upp úr öllum uppskriftabókunum, baka fyrir heila veislu (og þurfa að éta það svo sjálf) og taka sig svo á í matarræðinu; því nú er tíminn til þess að plana matardagbók! Loksins!
Ég hef eiginlega fundið fyrir hálfgerði minnimáttarkennd og fundist ég eigi að vera að gera svo miklu meira í þessu „fríi“. En aðstæður eru auðvitað misjafnar og ég minni mig reglulega á það. Þetta eru auglýsingar og ráðleggingar handa þeim sem hafa tíma. Á mínu heimili erum við með lítil börn sem þarf að sinna og ekki hægt að hlaupa bara í framkvæmdir og leggja allt í rúst því þau gætu orðið undir. Einnig á dreng á fyrstu gelgjunni sinni (7ára) sem harðneitar að læra, borða eða fara að sofa… Dagurinn gengur út á það að halda geðheilsu og að enginn gleymist einhver staðar eða gleymi einhverju (þessi 7 ára gleymir iðulega skólatöskunni heima sem dæmi).
Við vorum nú samt heppin þar sem maðurinn minn gat stundað sína vinnu, litlu krílin komust til dagmömmu (fyrir utan smá veikindi eins og gengur og gerist) og eldri drengurinn fór í skólann 2 tíma á dag sem hélt okkur tveim aðeins í rútínu.
Ég fór að sinna áhugamálunum mínum í þessari heimaveru. Ég er búin að vera atvinnulaus síðan áður en veiran kom til lands en það var eins og mig vantaði einhverja hvatningu og það að sjá alla vera að gera eitthvað heima hjá sér hvatti mig áfram. Ég byrjaði á að teikna (síðasta færsla fjallaði um það) fór svo og dustaði af saumavélinni og hef einnig verið virkari á listamanna instagraminu mínu; gigi.is_artist annars er ég líka með persónulegt instagram þar sem ég sýsla meira með mat, kaffi og fjölskylduna; unnurgigja.
Það sem mig hefur langað til að taka í gegn er heilsan, en ég á mjög erfitt með að koma mér af stað í þeim málum. Ég hef verið að labba daglega sem er góð byrjun og er núna að reyna að taka út sykurinn og borða næringaríkari mat. Ég hef stuðst við Ketó uppskriftir þegar ég er að baka og langar í eitthvað gotterí en ég er alls ekki komin alla leið. Ég er að taka þetta í skrefum og máta mig inn í nýtt matarræði. Dagarnir eru mjög misjafnir, suma daga er ég nánast sykurlaus og aðra daga leyfi ég mér aðeins. Það sem er svo nýja hvatningin mín er; „Super foods“ frá Yoursuper.com en það er merki með vörur úr svökulluðum ofurfæðum. Þar sem maður er oft ekki að borða nægilega mikið af grænmeti og góðri næringu fannst mér upplagt að prófa. Mig langar að deila einni uppskrift sem ég setti saman með þessu nýja hráefni frá Yoursuper.com (fást hjá Tropic.is).
Kisses :*