Vangaveltur draumóramanneskju

Eru allir með skýra mynd um það hvert þeir stefna í lífinu?

Finna allir tilgang og ná að lifa í kringum hann?

Eru allir í draumastarfinu eða búnir að skapa sinn draumaferil?

Eflaust ekki… en oft líður manni samt eins og allir aðrir séu með allt á hreinu. Ég er þar daglega! Horfi á hvað aðrir eru að gera eða sé hvað fólk hefur náð að skapa og vinna við áhugamálið sitt. Ég hugsa af hverju ég sé ekki komin þangað, af hverju er ég ekki að gera neitt af viti, af hverju næ ég ekki að einbeita mér að einhverju einu og feta þá leið?

blog colage

Ég hef oft sagt það að ég sé „fiðrildi“ eða „góð í mörgu en ekki master í neinu“. Getur það ekki verið nó? Er það ekki bara minn persónuleiki að þurfa að hafa nó að gera og hlaupa í gegnum það allt saman svo ekkert sé fullkomið en ég er búin að snerta við því öllu? Mér finnst að það vanti upp á hitt og þetta hjá mér. Ég get ekki farið að sauma á fullu og selja vörur því ég fæ leið á því, ég nenni ekki fjöldaframleiðslu, mér þykir leiðinlegt að fixa stærðir og geri allt bara í þeirri stærð sem hentar hverju sinni. Þó svo ég sé ekki með mikla fullkomnunaráráttu þegar kemur að sjálfri mér þá finnst mér ég þurfa að gera fullkomna hluti til þess að geta selt þá, ég vil ekki selja flíkur sem ég sé einhvern galla á þó svo flíkin virki fyrir mig eða þegar ég er í henni.

Ég er líka mjög skapandi og elska allt föndur, ég fer alltaf út í þema fyrir afmæli barnanna, ég geri kort fyrir hvers kyns tilefni og teikna eða mála þegar mér leiðist… Allt þetta er samt svo ófullkomið og ekki nóg til þess að gera feril út frá því… að mér finnst. Mér finnst ég ekki vera að skapa nóg eða hafa einhvern sérstakan stíl til þess að vera „Listamaður“ en samt er það eina orðið sem mér finnst hæfa mér.

Með alla þessa orku og sköpunargleði er samt hin hliðin á málinu. Þetta íslenska „nenni ekki“. Ég er búin að vera atvinnulaus og ætti þess vegna að hafa nægan tíma til þess að byggja eitthvað upp. En ég dett í leti því ég get alltaf frestað öllu. Það er enginn að bíða, það er nægur tími framundan, æ ég bara nenni þessu ekki akkúrat núna.

Það er svo fín lína á milli orkunar og letinar en kannski má líka kalla orkuna athyglissýki og letina þunglyndi. Saman býr þetta til óraunhæfar væntingar og engann fókus sem endar í framkvæmdakvíða.

Verkefni á nálunum

Til þess að halda mér þó á einhverri braut hef ég ákveðið að stofna loksins fyrirtæki í kringum verkefni sem ég haft í huga lengi. Ég gekk til liðs við Frumkvöðlasamfélag með það í huga að fá smá búst og geta leitað mér hjálpar við byrjunina á þessu verkefni. Eins og margir vita elska ég jólin og allt sem þeim tengist. Mig dreymir um að eiga lítið jólahús þar sem yrði ýmislegt um að vera fyrir börn og foreldra, eins og jólaföndur og kortagerð ásamt skemmtilegum varningi til sölu. Ég ætla þó að byrja smátt og byggja þetta upp á netinu til að byrja með. Fyrsta varan sem ég er að einblýna á eru box með 13 litlum gjöfum (Jólasveinarnir eru 13 og gefa litlar gjafir í skó… þú fattar, uss börnin mega ekki vita).

Verkefnið er byrjað undir nafninu Sveinka.is á facebook og instagram.

FB.Cover Sveinka.is

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: