Mánudagar…

Suma daga er maður uppfullur af hugmyndum og aðra daga langar manni bara að taka nokkur skref afturábak. Ég byrjaði á verkefni sem mér fannst snilldarhugmynd og ætti ekki að vera svo erfið í framkvæmd. Því meira sem ég vann í verkinu þeim mun fleiri ókostir varðandi það opnuðust. Það varð eiginlega of fyrirferðarmikið til þess að ég gæti sinnt því ein og engar tekjur mindu hljótast en ég fengi aðeins til baka útlagðan kostnað.

Þetta hefði getað orðið eitthvað (og þróast áfram) en hugsunin var „ég verð að gera eitthvað“ tækifæri vegna atvinnuleysis. Ég ákvað svo í miðju ferli að sækja um í Háskóla. Ég hafði sótt um mörg störf sem ég fékk ekki og það sem var að hindra mig í að fá starf sem mig langar að vinna við var of lítil menntun eða réttindi. Skyndiákvörðun að sækja bara um í HÍ rétt áður en frestinum færi að ljúka, og jú ég er á leið í Háskóla í haust!

Verkefnið sem umræðir og hefur átt hug minn allan er jólaverkefni. Skógjafir fyrir börn frá Jólasveinunum 13. Hugljúf hugmynd um að öll börn fengju jafnt í skóinn og stressið á foreldrum væri minni og færri hlaup út á bensínstöð í náttsloppnum á miðnætti þegar Jólasveininn gleymdi að koma við með gjöf. Á meðan allt var á hugmyndastigi var hugmyndin góð, eiginlega frábær! Svo fór ég að vinna að auglýsingum fyrir verkefnið og leika mér í Canva við að púsla saman texta á skemmtilegann hátt til að kynna þetta nýja fyrirtæki sem færi mögulega af stað um jólin. Þá fékk sköpunarljónið að njóta sín. En svo var komið að útreikningum og að vera í bandi við einhverja byrgja og þá fór verkefnið út fyrir þægindarammann minn. Ég reyndi eins og ég gat að einfalda hugmyndina, byrja smátt. En þegar ég hugsaði um það að byrja mögulega með takmarkað magn af boxum, segjum 50stk þá er það rétt rúmlega einn árgangur í einum grunnskóla. Mér fannst það svo lítið, en ég gæti varla staðið undir því að gera eitthvað rosalegt magn og þá væri hugmyndin um að öll börn fái jafnt í skóinn ekki að skila sér. Ofan á þessar hugleiðingar kom svo kostnaðurinn, sem ég fengi kannski rétt svo til baka og ég væri í raun að gefa vinnuna mína og allt ferlið… og eftir allt þetta umstang, versla dótið og pakka í box, þá átti eftir að senda þau út til allra. Þetta var orðið of stórt fyrir litlu mig sem hefur aldrei stjórnað einhverju fyrirtæki, rekstri eða kúnnahóp.

Til að fá yfirsýn settist ég niður og fór að skrifa þessa færslu.

En þar sem ég er mikið jólabarn þá hef ég ekki gefið Sveinku upp á bátinn, því ég ER Sveinka! Ég hef ákveðið að halda samfélagsmiðlum Sveinku áfram uppi og ætla að breyta herferðinni yfir í hjálpar- og hugmyndasíðu. Hvers konar spyrðu sjálfsagt. Sveinka mun koma með hugmyndir að dóti í skóinn til að létta fólki lífið og einnig finna skemmtilegar verslanir sem bjóða sniðugt dót og láta vita. Sveinka mun einnig halda samverunni áfram og gera Bingó fyrir instagram-story ásamt því að deila fleiri samverum og sýna frá samverudagatölum sem fjölskyldan getur búið til saman. Sveinka verður hinn eini sanni andi jólanna!

https://www.instagram.com/sveinka.is/
https://www.facebook.com/sveinka.is/

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

One thought on “Mánudagar…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: