Þarf alltaf að vera…

brjálað að gera? Já það er ekki að undra að menn spurji. Maðurinn minn sagði við mig að ég gæti ekki bara skráð mig í alla klúbba sem ég finndi. Ha hvað meinaru? Ég get alveg verið með í einu blaði og skrifað stuttar greinar inn á milli, það er líka bara góð æfing fyrir nýjan háskólanema að skrifa mikið! Já og foreldrafélagið, ég gleymdi því… ætli það taki nokkuð svo mikið af tímanum mínum? Nokkrir viðburðir sem þarf að plana, ekki eins og ég sé ein í þessu.

Atorka

Ég virðist bara alltaf þurfa að hafa nóg að gera. Samt elska ég að liggja upp í sófa og horfa á sjónvarpið. Þannig slekk ég á heilanum um stund og sogast inn í aðra veröld þar sem ég einbeiti mér bara að því sem er að gerast á skjánum. Ég á það til að taka mér of mikið fyrir hendur og þar af leiðandi leggja alltof mikið á sjálfa mig. Það getur oft endað í kvíðakasti og frestunarhneigð. Ég vona að ég sé ekki að setja of mikið á herðar mínar en mér finnst ég hafa orku og úthald eins og er til þess að sinna þessum verkefnum. Annars þarf ég bara að staldra við og fækka verkefnum eða kalla á hjálp. Ég er allavega meðvituð.

Lestrarauki

Ég hef verið að lesa mikið af nýju og spennandi efni sem fjallar meðal annars um námstækni. Það er góður grunnur að byrja á áföngum sem hjálpa manni við að hugsa um lærdómsaðferðir. Ég ákvað nefninlega að skrá mig í Grunnskólakennslu með áherslu á list- og verkgreinar. Jú mikið rétt þetta blað sem ég hyggst skrifa greinar í tengist háskólanum. Ég elska að skrifa eins og kannski sést á þessum bloggpóstum sem ég geri mér til gamans. Ég mun þó væntanlega ekki skrifa mikið inn á bloggsíðuna þar sem nó verður um annað að gera, en ég reyni að líta við.

Kisses :*

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: