Framkvæmdir á hæðinni

Það kom smá lekaskemmd á stofuvegginn okkar í byrjun árs. Pabbi lagaði sprungu að utan í sumar og gaf sér svo tíma núna til þess að taka vegginn í gegn að innan. Hann þurfti að múra hluta af veggnum og málaði svo alrýmið fyrir okkur, bæði veggi og loft.

Hann notaði matta hvíta málningu á loftin sem kemur mjög vel út, og gerði hvíta línu efst á alla veggi. Alrýmið var málað í Stromboli Gray sem er mildur og hlýr. Ég hafði verið lengi með augastað á litinn Haustrós, en hann fór á endavegginn í stofunni. Pabbi átti svo einhvern dökkgráan lit sem hann blandaði og lét undir barborðið og á bitana sem ramma eldhúsið inn. Það kom mjög vel út, en áður var ljótt veggfóður undir barborðinu sem krakkarnir voru farnir að rífa af.

Það er ótrúlegt hvað málning getur breytt miklu og látið mann finnast eins og þvílíkar framkvæmdir hafi verið gerðar innanhús. Pabbi tók einnig gólflistana af sem voru orðnir ljótir og sparslaði meðfram. Einn daginn er planið að setja nýtt gólefni á allt saman, skipta út hurðum og hellst fá gólfhita á aðalrýmið sem er svo opið. Við erum þó búin í framkvæmdum í bili, en í sumar var dregið nýtt rafmagn í allt og skipt um tengla.

Fyrir:

Að eiga hús er endalaus vinna og svo gaman þegar maður getur haldið því við. Það skiptir mun meira máli að taka framkvæmdirnar í röð eftir mikilvægi þeirra og áhrif á húsið sjálft heldur en að versla dýra muni og horfa einungis á fagurfræðilegu hliðina. Ég reyni að forgangsraða framkvæmdum eftir því sem þarf að gera. Rafmagnið var til dæmis upprunalegt, engin jörð nema í eldhúsinu og margir tenglar straumlausir, eiginlega stórhættulegt, ég gat í leiðinni valið nýja hvíta tengla (voru áður svartir í bland við gamla eða opin sár) sem fagurfræðilegan bónus. Næstu framkvæmdir verða líklega utanhúss, fyrir utan litla breytingu á hjónaherberginu í næsta mánuði vonandi. Segi frá því síðar, en þar til næst,

Kisses :*

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

One thought on “Framkvæmdir á hæðinni

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: