Ég elska jólahátíðina og byrja yfirleitt snemma að undirbúa. Mér finnst gaman að deila með öðrum því sem ég geri og vona að ég veiti innblástur en sýni ekki einhverja glansmynd. Ég nýti tímann sem ég fæ og geri það sem mér finnst skemmtilegt fyrir jólin. Ef ég hef ekki tíma eða finnst eitthvað leiðinlegt þá sleppi ég því. Svo reyni ég að hvetja fjölskylduna til þess að taka þátt með misgóðum árangri 😀





Mér finnst mjög gaman að baka og dunda mér við útlit og uppsetningu. Piparkökukakan hennar Evu Laufey sló í gegn hjá okkur í fyrra, en núna ákvað ég að baka hana sem bollakökur. Ég ákvað að gera mér einn vetrar-kaffibolla og nýtti uppstillinguna svo ég gæti myndað hann líka.

Swiss mokka
Kakódrykkur sem yljar þér að innan
og er mjög auðvelt að gera heima

Innihald
- Flóuð eða heit mjólk
- Kakóduft ætlað í heita mjólk
- Espresso kaffi – Cococa Truffle
- Rjómi og súkkulaðispænir
Aðferð
- Hitið mjólk og blandið kakó við
- Hellið espresso út í
- Toppið með rjóma og spæni
Gerum það sem gleður okkur um jólin
og njótum









Mig langar að nýta tækifærið og minna á jóla instagram síðuna mína þar sem Sveinka deilir boðskap jólanna, hugmyndum að föndri, skógjöfum og samveru. ❤