Það er alltaf gaman að hafa sig aðeins til og farða sig við tilefni eins og hátíðin sem er að líða. Yfir jólin heillast ég alltaf að rauðum og gulli (reyndar elska ég alltaf gull). Ég var því auðvitað í þemalitunum mínum á aðventunni og langar að deila tveim útfærslum;
Efri myndirnar eru með meira af rauðu en þar notaði ég nokkra augnskugga í rauðum og brúnum tónum og dró svo línu yfir með blautum gull liner. Á varir notaði ég tvo tóna af rauðum, hátíðar eða eldrauður í miðju og vínrauðan í skyggingu.
Á neðri myndunum notaði ég meira af gulli. Augnskuggarnir voru blanda af rauðum, brúnum og gull tónum. Ég gerði línu við augnháralínuna með augnskugga og pensli svo hún yrði mýkri. Varirnar eru vínrauðar með blautum gull varalit fyrir miðju. Ég notaði gull og brons á kinnbein fyrir bronzer.

Hátíðarkjóllinn í ár
Ég keypti mér þennan fallega kjól frá AndreA á útsölu fyrir jól. Sniðið er mjög klæðilegt og hægt að dressa kjólinn upp og niður. Þar sem hann er svartur virkar hann vel yfir veturinn, en blómin og pífurnar láta hann einnig ganga upp að sumri til.
Ég byrja nýja árið á þessum hátíðar pósti og vona að árið færir okkur fleiri samverustundir og tilefni til þess að vera fín heldur en síðasta ár. 2020 endaði í rólegheitum með fjölskyldunni og sárlasnari húsmóður, ég náði samt að elda hátíðarmat með hjálp eiginmannsins.
Takk fyrir gamla lærdómsríka árið og förum jákvæð inn í það nýja.
-kisses*