Rútína og skipulag

Ó jól… gleði, ást og hlýja, pökkuð niður fyrir árið nýja.

gigi

Jólin eru æðislegur tími og ég byrja alltaf snemma að hlakka til, eiginlega bara strax að loknu sumri! Undirbúningurinn hefst þó ekki fyrr en um miðjan október, en þá fer ég að spá í gjöfum og punkta hjá mér. En ég ætla nú ekki að tala meira um jólin, því nú er nýtt ár gengið í garð og jólin komin ofan í kassa. Það er svo mikill léttir á heimilinu þegar skrautið fer, svolítið eins og þegar maður er nýbúinn að mála. Myrkrið er samt ennþá svo ég geymdi það að taka niður nokkur ljós og kveikti á kertum í morgun.

Áramótaheit

Þessi siður að strengja heit má kannski rekja til forfeðra okkar þegar menn héldu hátíð í skammdeginu til að létta á vetrinum, þar sem var borðað mikið og drukkið öl. Í ölæði sínu strengdu þeir oft heit um einhver stór afrek sem átti að efna um sumarið. Í dag eru þessi heit oft óraunhæf en kannski erum við ennþá í einhverju ölæði þegar við strengjum þau, ekki endilega af drykkju heldur uppfull af þessari orku sem einkennir fólk við nýtt upphaf eins og áramótin eru.

Síðasta ár kenndi okkur að taka lífinu með ró og óvissan um það sem framundan var hægði á öllum plönum. Markmiðin urðu smærri og einn dagur tekinn í einu, sem allir ættu að halda áfram að gera. Lifa í núinu og vera ekki að plana langt fram í tímann. Þess vegna hef ég ákveðið mjög einfalt áramótaheit sem er „að vera jákvæð“ því það leiðir mann í átt að hamingju. Með jákvæðni að leiðarljósi verður allt miklu bjartara og við getum tekist á við allar þær hindranir sem lífið gefur okkur. Tökumst á við þetta saman eru orð með sönnu því samfélagið virkar ekki annars.

Mér finnst voða gott að skipuleggja vikuna og hugsa bara um eina viku í einu, ég geri það líka með námið, punkta niður hvað þarf að lesa og hvaða verkefni ég þarf að klára. Þegar kemur að skólanum passa ég að horfa ekki yfir öll verkefnin sem framundan eru á önninni, heldur einblína á það sem er að gerast í þessari viku og kannski þeirri næstu.

Litlu markmiðin mín skrifa ég í dagbók vikulega, til dæmis eitthvað heilsueflandi eins og göngutúra og heimaæfingar, passa upp á mataræðið en það hentar mér vel að fasta eftir kvöldmat og til hádegis næsta dag, og ýmislegt fleira sem ég vil vinna að hægt en örugglega. Ég skrifa líka hjá mér verkefni sem ég vil gera yfir vikuna, tiltekt eða stunda eitthvað áhugamál. Ég mæli með því að allir tileinki sér það að skrifa lítil markmið og verkefni vikunnar niður og skipuleggi bara eina viku í einu, kannski tvær.

Kisses*

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: