Epla „pie“

Það er við hæfi í janúar, þegar flestir eru að taka sig á eftir jólin að setja inn uppskrift að einfaldri sykurlausri köku eða „pie“. Heitir ávextir eru hrikalega gómsætir, sérstaklega með þeyttum rjóma, en grunnurinn að þessari köku eru ávextir og deigmulningur. Yfirleitt er sykur í deiginu en ég skipti honum út fyrir sukrin sætu, mér fannst koma mjög vel út að nota púðursykur útgáfuna; sukrin gold. Til þess að fá aðeins meira bragð nota ég kanil út í deigið. Ég prófaði að gera hveitilausa útfærslu sem kom vel út, en þá skipti ég út hveiti fyrir möndluhveiti; mandelmel frá sukrin.

Það má leika sér endalaust með þessa einföldu köku og gera hana á hollari hátt eða vegan útgáfu þar sem smjörinu er skipt út fyrir smjörlíki. Endilega prófaðu sukrin vörurnar og bragðaðu á sykurlausum uppskriftum, þær koma á óvart. Ég hef verið að skipta út venjulegum sykri fyrir ýmsar útgáfur af sukrin, td. nota ég flórsykurs útgáfuna frá þeim í rjómaostakökur. Eina skiptið sem það hefur ekki virkað vel var þegar ég gerði smjörkrem, það var of mikið gervisætu bragð og varð væmið í munni.

Ath. þetta er ekki kostað af sukrin, mér hefur bara líkað vel við þetta vörumerki í tilraun minni að sykurminni lífsstíl.


Innihald

  • 2-4 epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í litla bita
  • 2 peruru, afhýddar, kjarnhreinsaðar og skornar í litla bita
  • 2-3 bananar, skornir i sneiðar
  • 50-100 g kalt smjör/smjörlíki í bitum
  • 100 – 150 g hveiti/möndlumjöl (má blanda)
  • 30 g sukrin gold
  • Kanill eftir smekk

Ég er frekar mikill tilraunakokkur og slumpa oft og set dass af hinu og þessu. Mælingin er því ekki hárnákvæm, en það má smakka deigið til og minnka eða bæta við hlutföll hveitis og smjörs.

Athugið 😛

Aðferð

Ávextirnir eru settir í eldfast mót.
Hveiti/möndlumjöl, smjör, sukrin gold og kanill blandað saman á hægri stillingu í hrærivél (með K spaða eða sleikju) eða mulið saman í höndum. Þegar smjörið hefur samlagast hveitinu vel í mjúkar kúlur eða mulning eru stórum „bitum“ dreift yfir ávextina.
Bakað við 180 gráður (blástur) í ca 30 mín.

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: