Hugarflug

Ég hef velt því fyrir mér hvers konar hönnuður ég er…

Þegar ég sauma flík þá er ferlið oftast í huganum, ég loka oft augunum og sé flíkina fyrir mér, reyni að skapa hana fyrst þannig, sé fyrir mér sniðbútana og hvernig þeir saumast saman.

Ég fór í gegnum sníðagerð í skóla sem hjálpar mér að skilja snið og hvernig þau virka, en ég nenni yfirleitt ekki að leggjast yfir vinnuna sem fylgir því að teikna upp nýtt snið þegar ég er að skapa eitthvað. Ég nota oft snið til viðmiðunar en breyti þeim yfirleitt alltaf eitthvað. Það er því aldrei til eiginlegt snið fyrir því sem ég sauma og fjöldaframleiðsla er ekki fyrir mig.

Þegar ég sauma mér flík þá er ég meira að skapa eitthvað og sjá hugmynd verða að veruleika.

Þessi fiðrildasköpun (já mitt orð, því ég er algert fiðrildi, flögrandi um allt og staldra stutt við) hentar því ekki í framleiðslu. Ég hef því velt fyrir mér hvort ég geti einhverntíman stofnað fyrirtæki og selt mína hönnun.

Þegar kemur að fyrirtækjarekstri þá bakkar hugur minn til baka og segir „nei takk“. Hvers vegna? Jú því mér finnst allt leiðinlegt við verslunarrekstur, sérstaklega netverslun. Pakka og senda, fá svo eitthvað aftur til baka út af einhverjum galla eða flíkin passaði illa osfv. Það á ekki við mig.

Ég vil vera á bak við tjöldin, fá að skapa eitthvað og setja stimpilinn minn á það, einhver annar má sjá um að reyna að selja einhverjum listina mína.

Hláturskall

Sniðlaus by gigi

Þó svo að ég sé ekki hrifin af því að sjá um netverslun og standa í viðskiptum þá fer hugur minn samt á flug hvað varðar umgjörð, nafn og hvað ég vil standa fyrir!

Sérsaumur | Einstök | Skapandi | Hægvinnsla

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

One thought on “Hugarflug

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: