Oversized

Moodboard

Það er oft gott að setja saman hugmyndir af því sem þig langar að sauma. Ég finn oft myndir af pinterest og safna í möppu það sem ég vil nota í innblástur. Síðan er það efnisval. Mikilvægt er að efnið henti flíkinni sem þú ætlar að sauma. Hér notum við þykkt bómullar jogging efni.

Ég á eina uppáhalds peysu sem hefur fylgt mér frá unglingsárunum. Ef þú þekkir myndina Flashdance þá var ég mjög hrifin af peysunni sem aðalleikkonan skartaði. Hálsmálið á gamalli peysu frá mömmu var klippt af og ég var komin með Flashdance peysu. Mig hefur lengi langað í stóra jogging peysu sem gengur upp yfir sokkabuxur án þess að þurfa að vera í stuttbuxum eða leggings innan undir. Því fannst mér kjörið að nota þessa peysu og stækka sniðið af henni.

Fyrsta skref

Þegar snið er tekið upp af flík þá er peysan í þessu tilfelli brotin saman til helminga og búkurinn teiknaður upp. Beina línan við brotið er lagt við endann á uppábrotnu efni. Þannig færðu hlið sem er eins hægri og vinstra megin. Í þessu tilfelli notaði ég bara eitt snið fyrir fram- og bakhlið, en oftast þarf að gera sitthvora því hálsmálið að framan er yfirleitt víðara en að aftan. Í þessu tilfelli er ég með mjög vítt hálsmál sem fellur yfir öxl.

Þegar ermin er tekin upp þarf að passa bogalínuna en hún þarf að passa nákvæmlega í handveginn. Gott er að nota sniðið af búknum til viðmiðunar og máta sniðið saman. Ermin er tekin eins upp, þeas. sem helmingur með beinu línuna á efnisbrotinu. Sniðið er sett tvisvar á efni og erum við þá komin með fram- og bakhlið og tvær ermar.

Þegar við saumum peysu byrjum við alltaf á öxlinni. Þá leggjum við réttuna á efninu saman og títum axlirnar. Saumum svo beinan saum og þar á eftir göngum við fallega frá með overlock vél eða sikksakk spori.

Þegar ermin er sett í byrjum við á að setja bogann í handveginn. Þá finnum við miðjuna á boganum og títum hann við axlarsauminn sem er miðjan á handveginum. Pössum að títa bogann vel því boginn er á móti hvor öðrum; svigar til skýringar )( . Þegar við saumum ermina í handveginn þurfum við að passa að efnin séu alltaf að kyssast saman og teygjum á efninu svo línan sé alltaf bein (sjá mynd).

Þá er komið að því að sauma peysuna saman. Við leggjum hana saman, réttuna inn og saumum hliðina og ermina í einu. Byrjum á öðrum hvorum enda og saumum með beinu spori upp að handarkrika. Pössum að saumförin mætist öll. Þegar við komum upp í handarkrika stoppum við með nálina niður svo hún haldi við efnið og snúum efninu þannig við séum aftur á beinni braut. (það er hægt að lyfta fætinum upp ef þarf því nálin heldur efninu á sínum stað).

Nú ættum við að vera komin með peysu og aðeins þarf að ákveða hvernig skal ganga frá endum. Ég bjó til stroff úr sama efni en það er gert með því að klippa renning sem er örlítið styttri en ummál peysunnar og/eða ermarinnar. Þannig fáum við smá púff og stroffið heldur við.Þegar um ermi er að ræða er einn renningur en þegar við gerum stroff á peysuna sjálfa gerum við tvo renninga og fáum saumför meðfram báðum hliðum peysunnar.

Renningurinn er gerður tvöfaldur að breidd, saumaður saman svo myndist hringur og síðan brotið upp á hann fyrir miðju svo hann myndi hólk sem er tvöfaldur að þykkt. Þá fáum við lokaðan kannt öðru megin en opni kanturinn er saumaður við flíkina. Passa að saumfarið þar sem renningurinn er saumaður saman mætist saumfari á peysunni.

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

One thought on “Oversized

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: