Rétti stíllinn

Við fundum drauma eignina, fluttum inn og komum okkur fyrir. Gott er að búa í eigninni í nokkurn tíma áður en hafist er handa við að innrétta og sjá fyrir sér stílinn sem hentar rýminu og manni sjálfum. Fyrst var ég með hugmyndir um minimalískan stíl með smá rómantík, svona Boho-Chic pæling. Ég prófaði að setja hvíta innréttingu undir sjónvarpið, var með ljósan sófa og gráan stól en stofan var bara of stór og litlaus, þetta var ekki að virka.

Eftir að hafa búið hér í þrjú ár ákváðum við að mála upp á nýtt með hlýjum mjög ljósum gráum tón sem heitir Stromboli gray. Endaveggurinn í stofunni var málaður með Haustrós til að milda aðeins stemninguna og fá rómantískan blæ yfir stofuna. Fyrir og eftir myndir af veggjum má sjá í annarri færslu hér


Stofan fær heildarútlit

Ég féll fyrir beljumottu í Ikea (manninum mínum til mikilla ama) og heimtaði að hafa hana í stofunni. Þegar hún var komin fór ég að sjá fyrir mér rustic stíl þar sem húsgögni eru flest í viðarlit og svartur spilar stórt hlutverk í stofunni. Við fengum gamla leðurstóla frá tengdó og allt í einu fannst mér stofan vera að smella saman. Ég var farin að meta betur þá hluti sem voru þar fyrir og stofan varð hlýlegri. Stóra kalda plássið hafði fengið húsgögn sem nutu sín í plássinu án þess að fylla stofuna. Þegar þetta var farið að smella vantaði bara smávegis upp á, eitt húsgagn eða svo í hornið á milli sófans og stólsins. Við fundum hillu í Ikea sem smellpassaði og var á útsölu!


Látum orðin ekki vera fleiri í bili og látum myndirnar tala:

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: