Gleðilega frjósemishátíð

Næstum allir alþjóðlegir kristnir hátíðisdagar hafa þróast frá eldri veraldlegum hátíðum. Það var í raun stefna kirkjunnar að umbera gamla siði alþýðunnar þegar kristni var tekin upp. Páskahátíðin er eitt dæmi um það hvernig kristin trú tekur upp eldri hugmyndir, túlkar þær í nýju ljósi og gefur þeim nýtt inntak. Á þeim tíma sem páskar eru haldnir fagna gyðingar frelsinu undan Egyptum og þróaðist hátíð gyðinga yfir í upprisu hátíð krists með kristnitökunni. Bæði gyðingar og kristið fólk fagnar því frelsinu á páskunum.

Páskarnir eins og við þekkjum þá í dag hafa blandast saman úr nokkrum siðum. Hvítasunna var til dæmis haldin hátíðlega til þess að fagna hveitiuppskeru og á þessum tíma fæðast oft fyrstu lömbin og er því talað um páskalambið. Eggin eiga sér svo langa sögu sem hefur þróast en upphafleg tengin getur verið að fuglar taka sér oft varphlé yfir háveturinn og byrja aftur að verpa um það leyti sem við höldum páskana. Það tíðkasti líka á árum áður að meðalbóndi greiddi landeiganda um 100 egg og gátu ríkir landeigendur því setið uppi með talsvert af eggjum fyrir hverja páska.

Það fór af stað sú hefð að gefa fátækum egg og þá ekki síst börnum. Síðan kom tíska að skreyta eggin og gefa í páskagjöf. Hjá yfirstéttinni tíðkaðist að skreyta eggin með trúarlegum myndum og heilræðum. Hjá alþýðunni voru eggin aðeins lituð með því að sjóða þau með einhverju sem gaf frá sér lit eins og hey og jurtir áður en matarlitir komu til sögunnar. Á 19. öld fóru svo sælgætisframleiðendur að búa til egg úr pappa og fylla þau með sætindum og síðar komu súkkulaðieggin. Það tíðkaðist að setja myndir eða lesmál inn í þessi egg. Það er líklegt er að Íslendingar hafi kynnst páskaeggjum í Danmörku en ekki er vitað almennilega hvaðan málshættirnir koma og virðist vera séríslenskt fyrirbæri.

Sumir vilja rekja páskaeggin aftur til Germana og siðum tengdum gyðjunni Eastre. Hún var gyðja vorsins, morgunsins, endurfæðingar og barna. Talið er að hún hafi breytt uppáhalds gælufuglinum sínum í kanínu til þess að gleðja börn með lituðum eggjum, tákn upphafsins og lífsins. Enska orðið Easter og þýska orðið Ostern yfir páska má rekja til germönsku vorgyðjunnar Eastre og íslenska orðið austur, átt sólaruppkomu, dögunar og upphafs, er af sömu rót. Páskakanínan sem víða kemur fram í skreytingum og sælgæti um páskana er því ekki beint tengd hinum kristna boðskap páskanna heldur á hún rót sína að rekja til goðsögunnar um germönsku vorgyðjuna Eastre en er einnig, eins og eggið, tákn frjósemi og upphafs.

Heimildir fyrir þessa færslu er fengnar af vísindavefnum.

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: