Áhöld og efni
- Svartur og hvítur fatalitur (ég keypti mína í A4)
- Eitthvað til þess að setja litina á, td. þykkur pappír
- Áhöld til að þrykkja eða mála með (endilega leika sér og láta hugmyndaflugið ráða)
- Pappi til að skera stencil út (ef þú vilt gera þrykk mynd á efnið)
- Hvítt ofið bómullarefni, ekki jersey/teygju efni
- Saumavél, tvinna, skæri
Undirbúningur



Ákveðið hvað á að gera. Ég tók upp snið af bol til þess að gera nokkurs konar svuntu sem hægt er að vera í þegar ég mála. Klippið efnið til og skapið eitthvað á bútana með fatalitunum.
Fatalitun










Það má nota ýmsar aðferðir við að lita á textílefni. Fyrst er gott að prófa ýmis áhöld og finna hvað manni líkar við. Einnig má búa til stencil og þrykkja litnum í gegn. Skemmtilegt getur verið að nota límband og gera þannig skarpar línur á milli bútanna sem eru litaðir. Látið sköpunargleðina taka völdin!
Gotta að vita: Fatalitir eru mismunandi, suma þarf að hræra upp með festi, suma má nota í tie dye verkefni og fara þá inn í örbylgjuofn og suma þarf að strauja yfir svo þeir festist betur á efninu. Þegar straujað er yfir efni sem búið er að lita skal ávallt hafa pappír á milli svo liturinn smitist ekki í straujárnið.
Ég mæli með fatalitnum sem ég keypti Primo textile paint því hann er mjög svipaður þykkari akrýlmálningu og gott að vinna með hann. Það má jafnvel nota pensil og mála bara mynd beint á efni.
Þegar málningin hefur þornað má svo sauma verkið saman.