Hvað á gera í sumar?

Sumarið er tilhlökkunarefni hjá mörgum. Komast í gott frí, njóta sólarinnar, grilla, liggja í heita potti, ferðalög og ýmis skemmtun fjölskyldunnar. Við erum full eftirvæntingar og ætlum sko aldeilis að njóta okkar. Það eru samt sumir sem kvíða þess að fara í hlutverk skemmtanastjóra og þurfa að hafa dagskrá á hverjum degi í að minnsta kosti mánuð fyrir börnin á heimilinu. Börn vilja rútínu og að hafa eitthvað fyrir stafni. Það getur reynst þrautinni þyngri að hafa ofan af fyrir litlum krílum og erum við foreldrarnir afar þakklát því mikilvæga starfi sem leikskólar sinna. Við viljum öll eiga gæðastundir með börnunum okkar en við erum vanaföst dýr og þegar kemur að því að vera öll saman í sumarfríi þurfum við að kunna að nýta tímann og setja upp rútínu. Hér mun ég fara yfir skipulag, gefa góð ráð og setja saman hugmyndir að föndri og samveru.

Heill mánuður af fjöri

Ég tek hlutina alltaf einu skrefi lengra og geri dagatal með hugmyndum að því sem við ætlum að gera. Það getur verið gott að setja niður fastar dagsetningar ef við höfum pantað bústað, einhver viðburður er um sumarið eða hvar og hvenær Brúðubíllinn er með sýningu svo eitthvað sé nefnt. Hafa þarf í huga með svona dagatal að vera tilbúinn að breyta plani eftir veðri og aðstæðum. Hér að neðan dagatal með myndum í stað texta til þess að sýna ykkur smá hugmynd.

Sjónræn hugmynd. Má líka nota venjulegt dagatal og punkta inn hugmyndir.

Reglur og rútína

Af hverju er það nauðsynlegt? Ef þú hefur verið heima með barn í sumarfríi veistu að háttatíminn verður að hugmynd, svarið við öllum spurningum verður já og barnið þitt verður æst eins og eftir maraþon af afmælisveislum. Það þarf alltaf að vera eitthvað fjör og allir enda uppgefnir að telja niður í haustið og fagna rútínunni sem því fylgir. Börn eru vanaföst og finna öryggi í því að vita hvað kemur næst. Þau eru misjöfn og þurfa mismikla vissu en flestum börnum er illa við algera óvissu.

Drög að plani
 • Við getum seinkað háttatímanum á sumrin en gott er að miða við sama tíma á hverju kvöldi
 • Gott er að byrja alla morgna eins, ég kalla það Morgunstund.
 • Vakna á svipuðum tíma og eiga Morgunstund. Hún getur verið morgunmatur, kaffibolli og eitthvað rólegt
 • Vera búin að ákveða eitthvað til að gera fyrir hádegi og annað eftir hádegi.
 • Hafa hádegismat. Oft vill matarplanið gleymast en hádegismatur skiptir aðeins upp deginum. Þá er tími til þess að ræða saman um það sem á að gera eftir hádegi.
 • Kvöldrútína er þægileg til þess að gefa í skyn að nú sé komin róleg stund og dagurinn á enda.

Fyrir yngri börn sem þurfa daglúr er gott að halda í þetta plan svo lúrinn raskist ekki

Hugmyndalisti

Ég skrifa oft hugmyndir sem má svo móta og aðlaga betur til þess að hafa eitthvað að vinna með. Það má svo skrifa þær hjá sér og grípa í listann þegar við höfum enga hugmynd um hvað við eigum að gera. Það getur líka verið gaman að föndra krukku með hugmyndum og draga upp úr þegar okkur vantar eitthvað að gera.

 • Leika inni (þrautabrautir, dúkkó, teboð, bílar, kubbar… leikum saman)
 • Púsla
 • Föndra
 • Mála
 • Lesa
 • Læra litina og telja
 • Syngja saman
 • Búa til hljóðfæri (og halda tónleika)
 • Föndra úr hlutum sem við finnum í náttúrunni
 • Vatna party úti í garði (sulla)
 • Út í garð að leika (hægt að fara með ýmislegt dót út í garð eða hafa litla útilegu sem dæmi)
 • Út að hjóla
 • Gönguferðir
 • Bílskúrsfjör (við geymum sumardót ofl þar)
 • Bæjarferðir
 • Húsdýragarðar
 • Söfn
 • Leikvellir (gaman að kanna ný svæði)
 • Sund (prufa allar laugarnar?)
 • Fjöruferð (munið að safna hlutum í föndur)
 • Skógarferð (hægt að safna hlutum og fara í alls konar leiki)
 • Lengri ferðir (dagsferð, sumarbústað, útilegur, heimsóknir ofl.)

Myndirnar við hugmyndalistann eru af pinterest en þar má finna möppu með ýmsu ódýru og einföldu föndri sem ég tók saman.

Listagram

Einu skrefi lengra

Ég hef mjög gaman að því að setja saman myndrænt skipulag og vera skapandi í öllum framsetningum á því sem ég geri. Hér er því hugmyndalistinn kominn á eitt blað sem má nota til þess að krossa við og hafa til hliðsjónar í sumar. Njótið :*

Búið til í Canva af gigi

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: