
Hvítur leir
- 2 dl vatn
- 100 g kartöflumjöl
- 300 g matarsóti
- Öll hráefni sett í pott og hitað yfir vægum hita
- Fyrst er blandan blaut en eftir smá tíma þéttist hún í leir
- Passa að hræra stöðugt og vel í botninn svo ekkert brenni við
- Látið kólna og hnoðið deigið líkt og brauðdeig í smá stund
- Fletjið út eins og piparkökudeig og mótað með formum
- Stinga gat efst í hverja fígúru og látið þorna (24 tíma amk)
- Þurrar fígúrur þræddar á band

Pappamassi
- Rifin blöð
- Heitt vatn
- Hveiti
- Salt
- Tætið blöðin niður og setjið í skál, hellið heitu vatni yfir, passið að allur pappír blotni vel.
- Geymið yfir nótt. Blandan verður mýkri og því léttara að blanda henni vel saman í leir.
- Blandið vel með höndunum eða töfrasprota.
- Kreistið auka vatn úr blöndunni.
- Bætið hveiti og salti við (hveitið er 1 á móti 3 af pappírsblöndu).
- Hægt er að móta utan um hluti eins og skál til að fá sama form
- Eftir að hluturinn hefur þornað má gjarnan mála hann

Leir
- 2 bolla hveiti
- 1 bolli salt
- 2 bollar vatn
- 1 tsk olía
- 4 tsk cream of tartar
- matalitir
- Öll hráefni sett í pott og hitað yfir vægum hita
- Fyrst er blandan blaut en eftir smá tíma þéttist hún í leir
- Passa að hræra stöðugt og vel í botninn svo ekkert brenni við, tekur um 2 mín
- Látið kólna og hnoðið deigið líkt og brauðdeig í smá stund
- Skiptið deiginu niður og litið hvern part með matarlit (ath byrjið smátt)

Notið þá uppskrift sem ykkur þóknast
- Fletjið deigið út
- Raðið laufblöðum eða öðru úr náttúrunni ofan á leirinn
- Rúllið yfir með kefli svo skapalónið þrístist ofan í og myndi far
- Losið varlega af
- Skera út form og stinga gat fyrir band