Mótum með höndunum

Hvítur leir

 • 2 dl vatn
 • 100 g kartöflumjöl
 • 300 g matarsóti
 1. Öll hráefni sett í pott og hitað yfir vægum hita
 2. Fyrst er blandan blaut en eftir smá tíma þéttist hún í leir
 3. Passa að hræra stöðugt og vel í botninn svo ekkert brenni við
 4. Látið kólna og hnoðið deigið líkt og brauðdeig í smá stund
 5. Fletjið út eins og piparkökudeig og mótað með formum
 6. Stinga gat efst í hverja fígúru og látið þorna (24 tíma amk)
 7. Þurrar fígúrur þræddar á band

Pappamassi

 • Rifin blöð
 • Heitt vatn
 • Hveiti
 • Salt

 1. Tætið blöðin niður og setjið í skál, hellið heitu vatni yfir, passið að allur pappír blotni vel.
 2. Geymið yfir nótt. Blandan verður mýkri og því léttara að blanda henni vel saman í leir.
 3. Blandið vel með höndunum eða töfrasprota.
 4. Kreistið auka vatn úr blöndunni.
 5. Bætið hveiti og salti við (hveitið er 1 á móti 3 af pappírsblöndu).
 6. Hægt er að móta utan um hluti eins og skál til að fá sama form
 7. Eftir að hluturinn hefur þornað má gjarnan mála hann

Leir

 • 2 bolla hveiti
 • 1 bolli salt
 • 2 bollar vatn
 • 1 tsk olía
 • 4 tsk cream of tartar
 • matalitir

 1. Öll hráefni sett í pott og hitað yfir vægum hita
 2. Fyrst er blandan blaut en eftir smá tíma þéttist hún í leir
 3. Passa að hræra stöðugt og vel í botninn svo ekkert brenni við, tekur um 2 mín
 4. Látið kólna og hnoðið deigið líkt og brauðdeig í smá stund
 5. Skiptið deiginu niður og litið hvern part með matarlit (ath byrjið smátt)

Notið þá uppskrift sem ykkur þóknast

 1. Fletjið deigið út
 2. Raðið laufblöðum eða öðru úr náttúrunni ofan á leirinn
 3. Rúllið yfir með kefli svo skapalónið þrístist ofan í og myndi far
 4. Losið varlega af
 5. Skera út form og stinga gat fyrir band

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: