Á haustin fara margir í berjamó; bláber, rifsber og svo vil ég benda ykkur á fuglaberin, þessi rauðu Reyniber sem eru svo jólaleg. Reyniberin eru tilvalin í jólaskreytingar en þau þarf að tína snemma á meðan þau eru fallega rauð því síðan gulna þau og falla af trjánum fyrir veturinn. Það má geyma þau í frysti eða þurka þau, svo er líka sniðugt að dýfa þeim í vax en það ver þau og gefur þeim fallegt yfirbragð.





Bláberja skyrkaka
Bláber og skyr fara vel saman en hér er einföld uppskrift af skyrköku með bláberjum.
- 1/2 l Rjómi (þeyttur)
- 1 og 1/2 dós hreint skyr (má nota gríska jógúrt líka)
- Sykur eftir smekk
- Vanilludropar
- Lu kex eða piparkökur
- 10g smjör
- Bláber
Öllu blandað út í og þeyttan rjóma og hrært saman. Það má nota hrærivél en þá þarf ekki að hræra lengi og passa að stilla ekki á of mikinn hraða.
Kexið er mulið með smjörinu í matvinnsluvél og sett í botninn á því formi eða skál sem kakan á að vera í. Skyrkakan fer síðan ofan á og inn í kæli í svona klukkutíma.
Bláberin má nota sem skraut ofan á, haft þá vel af þeim, eða setja þau út í skyrkökuna og þá hrærð með þannig sum merjist og gefi fallegan fjólubláan tón.

