Undirbúningur jólanna

Lagið Fyrir jól með Björgvini Halldórs kemur upp í hugann þegar ég hugsa um undirbúning jólanna. Við setjum oft svo miklar kröfur á okkur og erum á hlaupum með endalausann „to do“ lista fyrir jól.
Þegar ég undirbý jólin geri ég það sem mig langar að gera og verður það partur af jólahátíðinni. Aðdragandi jólanna er mér mikilvægur, en þá nýt ég þess að gefa mér tíma í stússið og dreifi því yfir mánuðina: október, nóvember og desember.
Bæði dregur það úr álaginu og lengir hátíðina, bónusinn er að með þessu dreifi ég einnig kostnaðinum.
Það má svo ekki gleyma því að listinn okkar fyrir jól er ekki heilagur, honum má breyta og/eða hætta við eitthvað. Ef þú hefur ekki tíma til þess að baka er það allt í lagi, eða þrífa af öllu hátt og lágt, það er myrkur og enginn sér rykið upp á skáp. Reynum frekar að slaka á og njóta andrúmsloftsins sem skapast á þessum töfrandi tíma.

Njótum þess að undirbúa jólin

Myndin hér að ofan gefur til kynna hvað það er sem við flest þurfum finnst við þurfa að gera fyrir jól. Það er svo sem allt í góðu að gera lista, ég geri það yfirleitt, en ég horfi á hann sem hugmyndir og hlutir sem mig langar að gera fyrir jól en ekki skylduverk!

Október

Ég byrja að undirbúa í huganum, geri hugmyndalista og ákveð hvenær sé hentugt að gera hvað eftir minni dagskrá. Punkta niður hugmyndir að gjöfum og samveru. Þegar ég punkta hjá mér hvað þarf að kaupa reyni ég að dreifa því, í október er tilvalið að kaupa td. einhverjar gjafir eða spariföt.

Nóvember

Skammdegið er komið með sínu myrkri og því tilvalið að byrja að setja upp jólaljós. Ég skreyti smátt og smátt fram að desember. Í nóvember er líka tilvalið að byrja á jólagjöfunum, nýta til dæmis Svartan föstudag (Black friday) og Net-mánudag (cyber monday). Þeir eru við síðustu helgina í nóvember. Jólasveinarnir byrja líka að safna í pokann sinn og fela á góðum stað.

Desember

Hér reyni ég að njóta sem mest. Hafa það notalegt með fjölskyldunni og skoða samveru hugmyndirnar. Ég hef gert samverudagatal en mér finnst það stundum of mikil pressa, ég er því farin að gera frekar lista með hugmyndum sem ég gríp svo í þegar við höfum tíma. Samvera getur líka fylgt jólaundirbúningnum; baka saman og fleiri verkefni sem börnin geta tekið þátt í með okkur. Jólabaksturinn hjá mér er yfirleitt allar helgar í desember og borðað strax, við erum ekki mikið að baka margar sortir og geyma í krukkum, en ef það er eitthvað sem veitir þér hamingju er um að gera að halda sig við þá hefð. Ég segi að jólahefðir eru þær sem við venjum okkur á að gera af því það gefur okkur ánægju. Ein jólahefðin mín er til dæmis að horfa á Hnotubrjótinn.

Ég vona að þessi færsla veiti þér innblástur að því hvernig má njóta jólanna án þess að ofgera sér og stressast.

Sveinka

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: