Samvera

Í amstri dagsins gleymist oft að það eina sem litlu krílin vilja framar öllu en samvera með foreldrum sínum. Sumir mikla það fyrir sér og halda að það þurfi einhver plön eða dagskrá, en gæðastund þar sem við gefum þeim óskipta athygli er allt sem þarf.

Það er undir foreldrum komið að kenna börnunum nægjusemi og þakklæti. Þá má endurskoða jólahefðirnar sem oft eru farnar að snúast um að kaupa sem mest, gefa dýrustu gjafirnar og hafa endalausa afþreyingu.

Slökum aðeins á og njótum tíma jólanna. Hverfum aftur til fortíðar með kertaljós að stoppa í sokkana, baka með börnunum og gefa frá hjartanu. Sköpum gæðastundir sem festast í minni barnanna, því það eru samverustundirnar sem þau hugsa til baka um, en ekki gjafirnar sem staldra oft stutt við.

Við þurfum ekki að setja upp glansmynd og pressu á samverudagatal, heldur vera í núinu og njóta, taka þetta allt inn. Sveinka geymir oft lista yfir samveru sem gaman er að gera, því við erum jú í jólafríi og það þarf að hafa ofan af fyrir litlum krílum. Jólin byrja ekki 1.des og lýkur 24. Jólin eru töfrarnir sem umlykja þennan tíma þegar við hægjum aðeins á, skoðum jólaljósin, verjum tíma saman, borðum góðan mat og njótum okkar.

Í stað þess að setja upp samverudagatal 1.des og finna fyrir pressu um að gera eitthvað á hverjum degi til jóla, settu upp hugmyndalista sem hægt er að grípa til, um helgar og þegar börnin eru komin í frí. Munum svo eftir fríinu milli jóla og nýárs, þá er kjörið tækifæri fyrir samveru.

Sveinka minnir á instagram fyrir innblástur en þar tók hún saman, með hjálp fylgjenda lista með hugmyndum að samveru:

  • Teikna jólasveina, hver á sinn hátt
  • Lita jólamynd
  • Skoða Jólaland (Blómaval, Hafnarfjörð, Jólahúsið á Ak. ofl)
  • Göngutúr á nýjan róló
  • Spila
  • Skreyta piparkökur
  • Baka
  • Föndra (jólaskraut eða gjafir)
  • Klæða sig í jólasveinabúninga
  • Klæða sig í gamaldags föt, ullarpeysu, sokka ofl.
  • Hlusta á jólalög (dansa og/eða syngja með)
  • Perla skraut á pakka eða jólatréð
  • Gera piparkökuhús (með frjálsum aðferðum, keppni?)
  • Skreyta saman
  • Sleðaferð/Skauta
  • Cozykvöld (jólamynd og snarl í jólaþema)
  • Útbúa heitan jóladrykk
  • Kvöldganga og skoða jólaljósin
  • Gera góðverk (td. moka stéttina hjá nágrannanum eða lauma fallegum skilaboðum inn um lúgur)
  • Gera jólakort eða merkimiða
  • Skrifa jólasveininum
  • Skrifa óskalista
  • Pakka inn jólagjöfum
  • Hafa náttfatadag
  • Njóta snjósins (snjóhús, snjókarl, snjóengla, teikna myndir í snjóinn ofl.)
  • Gefa öndunum
  • Leita að Jólasveinum (Þjóðminjasafnið sem dæmi, þar mæta þeir einn af öðrum til jóla)
  • Gera fuglamat og setja út (kíktu á netið fyrir hugmyndir)
  • Vasaljósaganga (með kakó í brúsa)
  • Lesa/segja jólasögur
  • Fara á söfn/ sækja nýja bók á Bókasafnið
  • Gera teppahús eða tjalda inn í stofu og nota jólaseríu sem ljós

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: