Aðventan

Þegar aðventan gengur í garð klára flestir að setja upp jólaskrautið og útbúa aðventukransinn. Einhverjir hafa þá hefð að nota alltaf sama kertastjakann eða kransinn en Sveinka breytir oft til og nýtir þá það sem er til. Það er sniðugt að geyma alls konar lítil smáskraut og allt sem hefur áður verið notað við aðventuskreytingar í einum kassa. Góssinu er svo skellt á borðið og séð hvað má útbúa. Mögulega þarf að kaupa eitthvað nýtt til þess að fullkomna skreytinguna en að þessu sinni vildi Sveinka einungins nota það sem til var á heimilinu.

Aðventukrans

Tölustafi má festa á kerti með títuprjón og er hann þá hitaður aðeins upp svo hann renni betur í kertið. Hér notar Sveinka gamlar hraunskálar, þurkaðan mosa, band, skrautsveppi, tölur og lítil kubbakerti. Útkoman er svona í takt við tíðarandan þar sem við höfum verið að upplifa hraungos og megum búast við rauðum jólum (allavega hér í höfuðborginni).

Munið eftir instagram @sveinka_gigi.is

Birt af gigi

Skapandi fiðrildi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: