Sveinka

Velkomin í hlý knús og kakó

Markmið Sveinku er að gleðja, veita innblástur og koma með hugmyndir að samveru og föndri.

Sveinka

Samvera

Samvera er börnum mikilvæg. Það þarf ekki að gera mikið, bara að það sé gert saman.

Í aðdraganda jólanna reynir Sveinka sitt besta til þess að koma með einfaldar hugmyndir sem krefjast lítillar fyrirhafnar og kostnaðar.

Undirbúningur jólanna

Sveinka elskar að undirbúa jólin og langar að deila þessari gleði með þér. Hægt er að vinna á jólastressinu með skipulagi og gera undirbúning jólanna að skemmtilegri stund til að lyfta upp skammdeginu. Byrjum snemma og njótum aðdraganda jólanna.

Sveinka vill líka minna þig á að jólahefðir eru það sem þú elskar og verða að þínum hefðum. Ekki hafa samviskubit, þú þarft ekki að gera neitt sem þig langar ekki til!

Sveinka

Hugmyndir

Föndur er partur af samveru en það er svo miklu meira en það. Hægt er að búa til fallegar gjafir og jólaskraut sem kostar lítið.

Sveinka þekkir Jólasveinana vel og hefur gott auga fyrir smáhlutum sem passa í litla skó. Þess vegna leita þeir stundum til hennar eftir hugmyndum.

Gjafir

Hvort sem um ræðir jólagjafir eða litla glaðninga frá sveinunum þrettán, þá er Sveinka til staðar með hugmyndir handa þér!

%d bloggurum líkar þetta: