gigi

gigi.is er persónulegt og skapandi blogg. Hér má finna hönnun, kaffi uppskriftir og innblástur, í bland við persónuleg skrif.

Kaffi

gigi elskar kaffi og gerir tilraunir við gerð kaffidrykkja. Hún er líka ágætis kokkur og finnst gaman að leggja vinnu við framsetningu og skreytingar.

Hönnun

gigi útskrifaðist af listnámsbraut með grunn í textílhönnun árið 2016. Hún nýtir frítímann sinn í að sauma á sjálfa sig og börnin sín.

Förðun

gigi fékk diplómu í förðun árið 2018 og finnst gaman að mála sig þegar tilefni er til. Hún hefur ekki starfað sem slíkur en hefur farðað vini.

Sköpun

gigi elskar allt skapandi, frá því að búa til list yfir í að dást að list annara.

Heima

gigi elskar að nostra við heimilið og skoða önnur heimili. Hún fylgist með innanhúshönnun og fær innblástur víða. Litla barnið innra með henni elskar að spila Sims.

Aðeins frá gigi

gigi er gælunafn eða listræna hliðin mín. Ég heiti Unnur Gígja og er búsett í Hafnarfirði með eiginmanninum mínum og eigum við þrjú börn.

Þessi síða er ætluð til innblásturs og skemmtunar. Ég deili áhugamálum mínum sem eru hönnun, kaffi, matur og allt sem tengist sköpun. Listsköpun hefur alltaf verið ástríða mín en þar sem ég hef áhuga á „öllu“ hefur ferill minn ekki leitt mig að lífi listamannsins. Ég hef klárað listnám og er um þessar mundir háskólanemi á menntavísindabraut HÍ og stefni á grunnskólakennarann með áherslu á listgreinar.

Jack of all trades

Skapandi fólk spyr sig oft hvað það ætli sér að verða. Listamaður er víðtækt orð, allir sem eru í skapandi geira eru listamenn en einnig má segja að það að vera góður á sínu sviði sé list og þannig erum við öll listamenn á einhverju sviði.

“Það er ekkert sem þú getur ekki” er það hrós eða hef ég bara ekki fundið mitt svið? Góð í öllu en ekki meistari í neinu. Mögulega ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara í kennaranám.

Láttu ekki neitt framhjá þér fara

%d bloggurum líkar þetta: